Hverju svara ráðherrarnir? Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum landsins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar. Íbúar landsbyggðarinnar eru eins og aðrir tilbúnir til að bera sameiginlegar byrðar af samdrætti, skattahækkunum, launaskerðingum og niðurskurði í opinberum rekstri. En íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heilbrigðissviði. Þar er höggvið of nærri öryggi fjölskyldunnar, barna og aldraðra. Það gilda heldur ekki jafnræðissjónarmið í niðurskurðartillögum fjármála- og heilbrigðisráðherra. Misrétti þegnanna blasir við hvort sem talað er um fjarlægðir, samgöngur eða kostnað. Gríðarleg mótmæliUm allt land hefur fólk mótmælt. Haldnir hafa verið afar velsóttir íbúafundir, undirskriftalistar hafa gengið manna á milli í einstökum héruðum sem margir hafa skrifað undir til að mótmæla aðförinni að heilbrigðisstofnun heimahéraðs. Á Suðurlandi skrifuðu þannig allt að tíu þúsund manns af 19 þúsund kosningabærra manna á svæðinu og mótmæltu þannig fyrirhuguðum niðurskurði. Á fimmtudaginn komu hundruð manna frá Suðurlandi og víðar af landinu saman á Austurvelli til svokallaðrar meðmælastöðu til að sýna hug sinn í verki. Annars vegar til að fylgja eftir afhendingu undirskriftalista tugþúsunda íbúa af öllu landinu og hinsvegar til að sýna samstöðu með því frábæra heilbrigðiskerfi sem við eigum og viljum eiga áfram. Skilaboðin eru skýr – íbúar landsbyggðarinnar vilja að allir landsmenn njóti grunn-heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Undir þetta hafa langflestir þingmenn tekið. Þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel ráðherrar. Ákall íbúa – aflýsið hættuástandiViðbrögð fjármálaráðherra og að hluta til heilbrigðisráðherra hafa hinsvegar valdið vonbrigðum. Þeir hafa hingað til komið sér hjá því að svara ákalli íbúa landsbyggðar. Svör þeirra eru óskýr, í besta falli verið loðmulla um að málin verði skoðuð að nýju en óvissu íbúa og starfsfólks hefur ekki verið eytt. Krafan er einföld, lýsið því yfir að stefnan um að leggja af sjúkrahús landsbyggðar hafi verið röng og frá henni hafi verið fallið. Í kjölfarið er sjálfsagt að setja á fót samráðshóp til að fara yfir með hvaða hætti við náum enn betri árangri í heilbrigðisþjónustunni á sem hagkvæmastan hátt. Að því borði þarf að kalla fagfólk heilbrigðisþjónustunnar hvarvetna af landinu sem og fulltrúa íbúa. Grunnþarfir íbúa á hverju svæði þarf að skilgreina og kostnað þjónustunnar á hverjum stað áður en til sértæks niðurskurðar kemur. Hvernig er þetta hægtTil að skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir þessari skynsömu leið í stað leiðar ríkisstjórnar VG og Samfylkingar þarf að gera þrennt. Í fyrsta lagi virðist þurfa (þar sem AGS ræður för ríkisstjórnar) að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um vægari niðurskurð við endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Í öðru lagi ættum við að skattleggja strax séreignasparnaðinn og nota hluta hans til að fara skynsamlegri leið í niðurskurði útgjalda til heilbrigðismála. Í þriðja lagi þurfum við að spýta vel í lófana í atvinnumálum. Þar eru næg tækifæri sem munu á undraskjótum tíma auka hagvöxt og skila þannig fleiri krónum í ríkiskassann. Það er leið skynseminnar – án öfga vinstri eða hægri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum landsins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar. Íbúar landsbyggðarinnar eru eins og aðrir tilbúnir til að bera sameiginlegar byrðar af samdrætti, skattahækkunum, launaskerðingum og niðurskurði í opinberum rekstri. En íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heilbrigðissviði. Þar er höggvið of nærri öryggi fjölskyldunnar, barna og aldraðra. Það gilda heldur ekki jafnræðissjónarmið í niðurskurðartillögum fjármála- og heilbrigðisráðherra. Misrétti þegnanna blasir við hvort sem talað er um fjarlægðir, samgöngur eða kostnað. Gríðarleg mótmæliUm allt land hefur fólk mótmælt. Haldnir hafa verið afar velsóttir íbúafundir, undirskriftalistar hafa gengið manna á milli í einstökum héruðum sem margir hafa skrifað undir til að mótmæla aðförinni að heilbrigðisstofnun heimahéraðs. Á Suðurlandi skrifuðu þannig allt að tíu þúsund manns af 19 þúsund kosningabærra manna á svæðinu og mótmæltu þannig fyrirhuguðum niðurskurði. Á fimmtudaginn komu hundruð manna frá Suðurlandi og víðar af landinu saman á Austurvelli til svokallaðrar meðmælastöðu til að sýna hug sinn í verki. Annars vegar til að fylgja eftir afhendingu undirskriftalista tugþúsunda íbúa af öllu landinu og hinsvegar til að sýna samstöðu með því frábæra heilbrigðiskerfi sem við eigum og viljum eiga áfram. Skilaboðin eru skýr – íbúar landsbyggðarinnar vilja að allir landsmenn njóti grunn-heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Undir þetta hafa langflestir þingmenn tekið. Þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel ráðherrar. Ákall íbúa – aflýsið hættuástandiViðbrögð fjármálaráðherra og að hluta til heilbrigðisráðherra hafa hinsvegar valdið vonbrigðum. Þeir hafa hingað til komið sér hjá því að svara ákalli íbúa landsbyggðar. Svör þeirra eru óskýr, í besta falli verið loðmulla um að málin verði skoðuð að nýju en óvissu íbúa og starfsfólks hefur ekki verið eytt. Krafan er einföld, lýsið því yfir að stefnan um að leggja af sjúkrahús landsbyggðar hafi verið röng og frá henni hafi verið fallið. Í kjölfarið er sjálfsagt að setja á fót samráðshóp til að fara yfir með hvaða hætti við náum enn betri árangri í heilbrigðisþjónustunni á sem hagkvæmastan hátt. Að því borði þarf að kalla fagfólk heilbrigðisþjónustunnar hvarvetna af landinu sem og fulltrúa íbúa. Grunnþarfir íbúa á hverju svæði þarf að skilgreina og kostnað þjónustunnar á hverjum stað áður en til sértæks niðurskurðar kemur. Hvernig er þetta hægtTil að skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir þessari skynsömu leið í stað leiðar ríkisstjórnar VG og Samfylkingar þarf að gera þrennt. Í fyrsta lagi virðist þurfa (þar sem AGS ræður för ríkisstjórnar) að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um vægari niðurskurð við endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Í öðru lagi ættum við að skattleggja strax séreignasparnaðinn og nota hluta hans til að fara skynsamlegri leið í niðurskurði útgjalda til heilbrigðismála. Í þriðja lagi þurfum við að spýta vel í lófana í atvinnumálum. Þar eru næg tækifæri sem munu á undraskjótum tíma auka hagvöxt og skila þannig fleiri krónum í ríkiskassann. Það er leið skynseminnar – án öfga vinstri eða hægri.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun