Lagahyggja íslenskrar stjórnsýslu Pétur Gunnarsson skrifar 12. júlí 2010 09:31 Kaup Magma Energy og á HS Orku þarf að taka til nýrrar meðferðar. Margt bendir til að málsmeðferðin sé íslenskri stjórnsýslu til háðungar. Í lögum eru reistar skorður við fjárfestingum útlendinga í orkugeiranum. Reglurnar eru þessar: Vilji fólk og fyrirtæki utan EES-svæðisins eignast fyrirtæki í orkuvinnslu og orkudreifingu á Íslandi þarf að liggja fyrir fjárfestingarsamningur milli Íslands og heimaríkis viðkomandi aðila. Alþingi þarf að hafa staðfest slíkan samning. Nú hefur Magma Energy frá Kanada eignast HS Orku. Samt er kýrskírt að viðskiptin fóru ekki eftir þeim aðferðum sem lög gerðu ráð fyrir, það er að segja á grundvelli milliríkjasamnings Íslands og Kanada sem Alþingi hafði staðfest. Kanadamennirnir fundu auðveldari og þægilegri leið. Þeir stofnuðu skúffufyrirtæki í Svíþjóð, sem er ekki nema nafnið tómt og létu svo viðskiptin fara fram í nafni skúffufyrirtækisins. Bloggararnir Teitur Atlason og Lára Hanna Einarsdóttir hafa afhjúpað þann sýndarveruleika sem þarna býr að baki. Skráð móður-félag HS Orku á Íslandi er ekki einu sinni með eigin póstkassa og er hvergi til nema ofan í skúffu á lögmannsstofu í Gautaborg. Meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu hefur samt sem áður blessað yfir þessi viðskipti. Nefndarmennirnir telja að með því að stofna fyrirtækið í skúffunni í skrifborðinu á lögmannsstofunni í Gautaborg hafi Kanadamennirnir fengið sama rétt og sænskir einstaklingar og sænsk fyrirtæki hafa samkvæmt EES-samningnum og íslenskum lögum. Afstaða meirihluta nefndarmannanna virðist fela í sér algjöra uppgjöf fyrir verkefni nefndarinnar. Í reynd séu takmarkanir laganna, sem nefndin á að framfylgja, eins og hvert annað grín sem hægt er að komast fram hjá án fyrirstöðu með orðhengilshætti og málamyndagerningum. Takmarkanir við erlendum fjárfestingum í orkugeiranum eru augljóslega nafnið tómt ef skilningur meirihlutans fær staðist. Þá getur hvaða aðili hvaðanæva sem er fundið sér skúffu innan Evrópska efnahagssvæðisins og fjárfest að vild í íslenska orkugeiranum. Ef staðan er í raun og veru sú er réttast að iðnaðarráðherra leggi strax fram frumvarp um að afnema takmarkanir þessara laga. Við þessar aðstæður eru þessi lagaákvæði ekkert annað en skrípaleikur. Annað sjónarmið í málinu er það sem lýst er í siðferðishluta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þar er staðhæft að lagahyggja gagnsýri íslenska stjórnsýslu. Sterk tilhneiging sé til að fylgja bókstaf en ekki anda laganna og þeim hagsmunum sem lögum er ætlað að vernda. Þessarar lagahyggju sér stað í niðurstöðu meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu. Mál Magma gefur tilefni til að rifja upp eftirfarandi skilaboð Rannsóknarnefndar Alþingis til íslensku stjórnsýslunnar: "Þegar litið er á lagabókstafinn fremur en á tilganginn með lögunum er hætt við að eftirlitshlutverkið verði túlkað of þröngt og að fyrirtækin njóti vafans á kostnað almennings." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Gunnarsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Kaup Magma Energy og á HS Orku þarf að taka til nýrrar meðferðar. Margt bendir til að málsmeðferðin sé íslenskri stjórnsýslu til háðungar. Í lögum eru reistar skorður við fjárfestingum útlendinga í orkugeiranum. Reglurnar eru þessar: Vilji fólk og fyrirtæki utan EES-svæðisins eignast fyrirtæki í orkuvinnslu og orkudreifingu á Íslandi þarf að liggja fyrir fjárfestingarsamningur milli Íslands og heimaríkis viðkomandi aðila. Alþingi þarf að hafa staðfest slíkan samning. Nú hefur Magma Energy frá Kanada eignast HS Orku. Samt er kýrskírt að viðskiptin fóru ekki eftir þeim aðferðum sem lög gerðu ráð fyrir, það er að segja á grundvelli milliríkjasamnings Íslands og Kanada sem Alþingi hafði staðfest. Kanadamennirnir fundu auðveldari og þægilegri leið. Þeir stofnuðu skúffufyrirtæki í Svíþjóð, sem er ekki nema nafnið tómt og létu svo viðskiptin fara fram í nafni skúffufyrirtækisins. Bloggararnir Teitur Atlason og Lára Hanna Einarsdóttir hafa afhjúpað þann sýndarveruleika sem þarna býr að baki. Skráð móður-félag HS Orku á Íslandi er ekki einu sinni með eigin póstkassa og er hvergi til nema ofan í skúffu á lögmannsstofu í Gautaborg. Meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu hefur samt sem áður blessað yfir þessi viðskipti. Nefndarmennirnir telja að með því að stofna fyrirtækið í skúffunni í skrifborðinu á lögmannsstofunni í Gautaborg hafi Kanadamennirnir fengið sama rétt og sænskir einstaklingar og sænsk fyrirtæki hafa samkvæmt EES-samningnum og íslenskum lögum. Afstaða meirihluta nefndarmannanna virðist fela í sér algjöra uppgjöf fyrir verkefni nefndarinnar. Í reynd séu takmarkanir laganna, sem nefndin á að framfylgja, eins og hvert annað grín sem hægt er að komast fram hjá án fyrirstöðu með orðhengilshætti og málamyndagerningum. Takmarkanir við erlendum fjárfestingum í orkugeiranum eru augljóslega nafnið tómt ef skilningur meirihlutans fær staðist. Þá getur hvaða aðili hvaðanæva sem er fundið sér skúffu innan Evrópska efnahagssvæðisins og fjárfest að vild í íslenska orkugeiranum. Ef staðan er í raun og veru sú er réttast að iðnaðarráðherra leggi strax fram frumvarp um að afnema takmarkanir þessara laga. Við þessar aðstæður eru þessi lagaákvæði ekkert annað en skrípaleikur. Annað sjónarmið í málinu er það sem lýst er í siðferðishluta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þar er staðhæft að lagahyggja gagnsýri íslenska stjórnsýslu. Sterk tilhneiging sé til að fylgja bókstaf en ekki anda laganna og þeim hagsmunum sem lögum er ætlað að vernda. Þessarar lagahyggju sér stað í niðurstöðu meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu. Mál Magma gefur tilefni til að rifja upp eftirfarandi skilaboð Rannsóknarnefndar Alþingis til íslensku stjórnsýslunnar: "Þegar litið er á lagabókstafinn fremur en á tilganginn með lögunum er hætt við að eftirlitshlutverkið verði túlkað of þröngt og að fyrirtækin njóti vafans á kostnað almennings."
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun