Land og synir snúa aftur 4. desember 2010 14:30 Hlakka til að spila á ný Gunnar Þór Eggersson gítarleikari og Hreimur Örn söngvari eru spenntir fyrir kvöldinu en Land og synir eru með tónleika á Spot í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. [email protected] Lífið Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Sjá meira
Hreimur og félagar í Landi og sonum eru að vakna af værum blundi. Sveitin spilar á Spot í kvöld og ný lög eru væntanleg. „Við ætlum bara að henda okkur í slaginn,“ segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona, en hljómsveitin er að fara á fullt á nýjan leik. „Við hættum eiginlega aldrei en okkur fannst vera of margir lausir endar og skelltum okkur því í létta sumarbústaðaferð um daginn og tókum upp eitt lag,“ segir Hreimur, en lagið kemur út eftir áramót. Land og synir var lengi ein vinsælasta hljómsveit landsins og hafði drauma um að „slá í gegn” úti í hinum stóra heimi. „Við lögðum mikla vinnu í útlandaplön sem gengu síðan ekki upp. Við vorum eiginlega bara mjög óheppnir,“ segir Hreimur. „Ég var á leið til Bandaríkjanna og þar átti ég að fá ferðaplan fyrir hljómsveitina. Þetta var hinn fræga dag 11. september 2001 þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Það endaði með því að ekkert varð af ferðinni,“ segir Hreimur. Hann segir mikinn tíma hafa farið í að skipuleggja tónleika erlendis og hljómsveitin hafi því ekki sinnt Íslandi nógu vel. Hún sé hins vegar vel samstillt í dag og með nýjan bassaleikara innanborðs. „Okkur fannst tilvalið að ná í nýjan Jón, fyrst Jón Guðfinnsson þurfti að skilja við okkur. Við köllum hann New John,“ segir Hreimur, en Jón Örvar Bjarnason mundar nú bassann í bandinu. „Við erum mjög hungraðir og okkur langar mikið að spila. Við gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekkert hægt að hoppa upp í rútu og bóka og bóka eins og gert var í gamla daga,“ segir Hreimur. Hann vill ekki fullyrða að ný plata sé í smíðum en kannski komi 2-3 ný lög á næsta ári. Sveitin er hins vegar þessa dagana í hljóðveri að taka upp lagið Jólanótt sem kemur út eftir helgi. Hún heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í kvöld, en miðar eru seldir við inngang og kostar 1.500 kr. inn. [email protected]
Lífið Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Sjá meira