E-Label í TopShop á Íslandi 3. júní 2010 06:00 Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir, eigendur E-Label, hlakka til samstarfsins við TopShop hér á landi. Hönnunarmerkið E-Label verður fáanlegt í verslunum TopShop í Kringlunni og Smáralind frá og með deginum í dag. Í tilefni þess verður efnt til veislu í versluninni TopShop í Kringlunni klukkan 18.00 í kvöld og verður ný sumarlína E-Label frumsýnd við sama tækifæri. „Samstarf okkar við TopShop í London hefur gengið vonum framar og þess vegna fannst okkur kjörið að hefja einnig samstarf við TopShop hér á landi," segir Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda E-Label. Að sögn Ástu hefur gengi E-Label í TopShop í London verið afar gott og hefur merkið alltaf náð þeim sölumarkmiðum sem því er sett. „Af öllum þeim hönnuðum sem fengu inn á sama tíma, er E-Label eina merkið sem er enn eftir og við erum að sjálfsögðu mjög stolt af því." Ásta segist einnig hafa verið að skoða þann möguleika að hefja sölu á vörum E-Label í Þýskalandi innan skamms, en það á eftir að skýrast betur síðar. Í veislunni í kvöld verður sérstakur Volcano kjóll frá E-label frumsýndur, en hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir hannaði línuna og var hún innblásin af gosinu í Eyjafjallajökli. Auk þess mun DJ Natalie leika ljúfa tóna, en til gamans má geta að hún er andlit nýrrar haustlínu E-label ásamt þremur öðrum föngulegum konum. Veislan hefst klukkan 18.00 og stendur til klukkan 20.00. - sm Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hönnunarmerkið E-Label verður fáanlegt í verslunum TopShop í Kringlunni og Smáralind frá og með deginum í dag. Í tilefni þess verður efnt til veislu í versluninni TopShop í Kringlunni klukkan 18.00 í kvöld og verður ný sumarlína E-Label frumsýnd við sama tækifæri. „Samstarf okkar við TopShop í London hefur gengið vonum framar og þess vegna fannst okkur kjörið að hefja einnig samstarf við TopShop hér á landi," segir Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda E-Label. Að sögn Ástu hefur gengi E-Label í TopShop í London verið afar gott og hefur merkið alltaf náð þeim sölumarkmiðum sem því er sett. „Af öllum þeim hönnuðum sem fengu inn á sama tíma, er E-Label eina merkið sem er enn eftir og við erum að sjálfsögðu mjög stolt af því." Ásta segist einnig hafa verið að skoða þann möguleika að hefja sölu á vörum E-Label í Þýskalandi innan skamms, en það á eftir að skýrast betur síðar. Í veislunni í kvöld verður sérstakur Volcano kjóll frá E-label frumsýndur, en hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir hannaði línuna og var hún innblásin af gosinu í Eyjafjallajökli. Auk þess mun DJ Natalie leika ljúfa tóna, en til gamans má geta að hún er andlit nýrrar haustlínu E-label ásamt þremur öðrum föngulegum konum. Veislan hefst klukkan 18.00 og stendur til klukkan 20.00. - sm
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira