Unnur Andrea í hollenskri bíómynd 6. maí 2010 05:45 Unnur Andrea Jónsdóttir í hlutverki sínu í Hjörtun vita. Mynd/Kris Kristinsson Hinn íslenski/hollenski kvikmyndagerðarmaður, Kris Kristinsson, mun frumsýna tvær myndir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Þetta eru myndirnar Ruta del Jaca (73 mín.) og fyrstu tveir kaflar myndarinnar Hjörtu vita (32 mín.) sem er enn í vinnslu. Báðar myndirnar hafa kraftmikla hljóðmynd; báðar flakka þær milli heima, raunverulegra og óraunverulegra; og báðar skapa þær sterkar svipmyndir frá þremur heimsálfum og ólíkum menningarheimum. Myndin Hjörtu vita fjallar um brúði (Unnur Andrea Einarsdóttir) sem berst um í íslensku landslagi og spilar öskuský stórt hlutverk í þeim senum. Greinilegt er að brúðurin er í uppnámi en ekki er ljóst af hverju. Á milli sena koma svo Íslendingar og útskýra/túlka hvað veldur hugarangri brúðarinnar. Þeirra ímyndunarafl og fantasíur skapa þannig frásögnina af brúðinni. Kris Kristinsson ólst upp í Hollandi, faðir hans er Jón Kristinsson arkitekt og móðir hans er Riet Reitsema. Kris vann í fimm ár í Tókýó sem þýðandi úr japönsku. Síðar flutti hann til Perú og þar gerði hann myndina Ruta del Jaca sem styrkt var af hollenska kvikmyndasjóðnum og var frumsýnd á Holland Film Festival 2009.- pbb Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hinn íslenski/hollenski kvikmyndagerðarmaður, Kris Kristinsson, mun frumsýna tvær myndir í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Þetta eru myndirnar Ruta del Jaca (73 mín.) og fyrstu tveir kaflar myndarinnar Hjörtu vita (32 mín.) sem er enn í vinnslu. Báðar myndirnar hafa kraftmikla hljóðmynd; báðar flakka þær milli heima, raunverulegra og óraunverulegra; og báðar skapa þær sterkar svipmyndir frá þremur heimsálfum og ólíkum menningarheimum. Myndin Hjörtu vita fjallar um brúði (Unnur Andrea Einarsdóttir) sem berst um í íslensku landslagi og spilar öskuský stórt hlutverk í þeim senum. Greinilegt er að brúðurin er í uppnámi en ekki er ljóst af hverju. Á milli sena koma svo Íslendingar og útskýra/túlka hvað veldur hugarangri brúðarinnar. Þeirra ímyndunarafl og fantasíur skapa þannig frásögnina af brúðinni. Kris Kristinsson ólst upp í Hollandi, faðir hans er Jón Kristinsson arkitekt og móðir hans er Riet Reitsema. Kris vann í fimm ár í Tókýó sem þýðandi úr japönsku. Síðar flutti hann til Perú og þar gerði hann myndina Ruta del Jaca sem styrkt var af hollenska kvikmyndasjóðnum og var frumsýnd á Holland Film Festival 2009.- pbb
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein