Líkamsklukkan og skammdegið Andrés Magnússon skrifar 6. febrúar 2010 06:00 Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að starfsemi og virkni hinna ýmsu líffærakerfa mannslíkamans sveiflast eftir 24 klukkustunda dægurrythma (dægurtakti). Þannig framleiða ákveðnar frumur mismikið af hormónum og enzymum eftir því hvaða tími dags er. Sum líffæri eru mest virk seinnipart nætur, en önnur, eins og t.d. nýrun, eru lítið virk á nóttunni. Jafnvel þegar frumur eru teknar úr líffærum og ræktaðar í agar-skálum þá geta þær haldið áfram að sýna reglulegar dægursveiflur fyrstu dagana. Það sem sér um að samhæfa og samstilla alla dægurtaktana eða dægursveiflur líkamans er hin svokallaða líkamsklukka (einnig nefnd „innri klukkan" eða „líffræðilega klukkan"). Hún er hljómsveitarstjórinn. Stilling líkamsklukkunnarEn hvernig fer líkamsklukkan að því að halda stillingu sinni þannig að hún gangi alltaf á 24 klukkustundum? Jú, hún getur numið birtuna í umhverfinu og þannig samstillt hinar innri dægursveiflur við gang sólar. Ef mannskepnan er færð niður í yfirgefnar námur, djúpt í myrkustu iður jarðar, þá heldur líkamsklukkan í fyrstu áfram að ganga nokkurn veginn rétt, en smám saman fer henni að fipast. Yfirleitt seinkar hún sér, en einnig fara hinir ýmsu rythmar (sveiflur) að ganga hver í sínum eigin takti, og verða þá ekki lengur innbyrðis samstilltir. Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir.Líkamsklukkan stjórnar svefninum. Flest dýr, og manneskjur í fríi, vakna þegar líkamsklukkan segir fyrir um að þau skuli vakna. En í nútíma samfélagi eru það aðrir þættir sem ákvarða hvenær einstaklingurinn vaknar. Þetta getur leitt til þess að misræmi kemst á milli hinnar ytri klukku samfélagsins og hinnar innri klukku líkamans. Það framkallar þreytu, slappleika og vanlíðan. Þegar innri dægursveiflur brotna niður þá brotnar líka niður mótstöðuþrek einstaklinga, enda er þessari tækni ávallt beitt við pyntingar; Fórnarlömbum er skutlað inn í litla almyrkvaða klefa í nokkra mánuði, hávær graðhestamúsík er spiluð allar nætur í Guantanamo og ljósaperan er látin loga allan sólarhringinn hjá Sævari.Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skort á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi. Það er hægt að lækna með sterku ljósi sem kemur aftur reglu á dægursveiflurnar. Sú dýrategund sem er með einna viðkvæmustu líkamsklukkuna og þolir verst skort á ljósi heitir unglingar. Unglingum er sérstaklega hætt við að þróa með sér „fasaseinkun á svefni" (Delayed Sleep Phase Insomnia). Þá er líkamsklukkan nokkrum klukkustundum á eftir klukku samfélagsins, sem lýsir sér þannig að unglingarnir fara að sofa seint á nóttunni og vakna ekki fyrr en undir hádegi. Þetta er einnig oft hægt að leiðrétta með því að nota sterkt ljós fyrrihluta dags. Varnaraðgerðir við skammdegiMinna en einn þúsundasti hluti mannkyns býr jafn norðarlega, og við jafn mikið skammdegi og við Íslendingar. Hér á landi ættu að vera alls kyns varnaraðgerðir til þess að mæta þessum sérstæðu aðstæðum. Gamalt kínverskt máltæki segir: „Á veturna skaltu fara fyrr að sofa og rísa klukkustund seinna úr rekkju." Íbúar Tromsö gerðu þetta til skamms tíma; skólabörnin þurftu ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan níu í svartasta skammdeginu og máttu fara fyrr heim á daginn. En hvað gera Íslendingar við sín börn í skammdeginu? Jú, rífa þau upp úr rúmunum um miðja nótt til þess að vera búin að koma þeim í skólann fyrir klukkan hálf sjö að sólartíma. Klukkan á Íslandi er nefnilega stillt eftir Greenwich, sem er 22° austar en Ísland, eða sem svarar einu og hálfu tímabelti. Innri klukka barnanna fer ekkert eftir því sem íslenskir stjórnmálamenn hafa ákveðið, hún stillir sig bara eftir sólartíma. Hádegi sem er klukkan 12 annars staðar í heiminum er klukkan hálf tvö á Íslandi. Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins" að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar? Nú er kominn tími til þess að hefja umræður um það hvort Íslendingar vilja lifa í takt við árstíðirnar, hvort þeir geti með einhverjum ráðum látið sér líða betur í skammdeginu og hvort það sé óþarfa álag að búa hér við svo skekkta klukku.Höfundur er geðlæknir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun