Er markmið bæjarstjórnar Seltjarnarness að hrekja barnafjölskyldur burt? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 12. janúar 2010 15:50 Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun