Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu.
Þetta kemur fram í skýrslu Neils Klopfenstein, sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu.
Vitnað er til orða sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er sagður hafa látið falla í samtali við breska sendiherrann á Íslandi.
Össur er sagður hafa talið að þessir úrslitakostir Jóhönnu til VG ásamt viðaukum við samninginn myndu duga til að bæta við atkvæðum til að ná naumum meirihluta fyrir samkomulaginu á Alþingi. - gar