Ríkið verður af milljarðatekjum 30. september 2010 03:45 Hörður Arnarson Forstjóri Landsvirkjunar segir upptöku afdráttarskatts á vaxtagreiðslur þyngja róður fyrirtækisins. Fréttablaðið/Stefán Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. [email protected] Fréttir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. [email protected]
Fréttir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira