Dúfurnar í Borgarleikhúsinu: fjórar stjörnur 15. apríl 2010 09:30 Leikhópurinn í Dúfunum fær jákvæða umsögn Elísabetar Brekkan. **** Dúfurnar eftir David Gieselman Þýðing: Hafliði Arngrímsson. Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd/búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Það er víst óhætt að segja að leikgleðin hafi ráðið ríkjum á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöldið þegar sálfræðingurinn Asendorf og allir hans sjúklingar hringsnerust inn og út úr sínum eigin persónum. Farsinn gælir við absúrdismann, auk þess að ekki er laust við að Woody Allen sé einhvers staðar nálægur í verki Davids Gieselmans, Dúfurnar, sem Hafliði Arngrímsson sneri yfir á íslensku. David Gieselman er úr hópi ungra leikskálda í Þýskalandi sem hefur náð frama á undanförnum árum. Leikrit hans Herra Kolbert var flutt hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2006. Höfundurinn er fæddur 1972. Stíll verksins er allsérstakur þar sem mörg atriði skarast og hægt að flækjast um í mismunandi umhverfi með því einu að snúa sér eða svara síðustu persónu. Svolítið eins og Czerny-æfingar fyrir píanó. Hér er hópur af fólki sem á það sameiginlegt að vera á einhvern hátt tengt forstjóranum, Robert Bertrand. Í stóru rými, sem er jafnt heimili Bertrands, vinnustaður, veitingastaður og ekki síst móttaka sálfræðingsins, eru allar þessar persónur nærverandi allan tímann og með nefið oní hvers manns koppi. Holgeir Voss, sem er undirmaður Roberts og jafnframt trúnaðarvinur, er leikinn af Halldóri Gylfasyni og eins og svo oft áður tekst honum að rúlla upp salnum með leik sínum, einkum í grátbroslegu sambandi sínu við sálfræðinginn siðlausa og minnislausa sem Sigurður Sigurjónsson leikur snilldarlega. Robert Bertrand hvíslar því að vinnufélaga sínum Voss að hann hyggist láta sig hverfa von bráðar. Þetta veldur Voss miklum áhyggjum, fyrir utan að hann er með áhyggjur af geðheilsu konu sinnar auk þess sem hann verður fyrir stanslausu einelti á vinnustað sínum. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk Roberts Bertrand og meints hálfbróður hans Francois. Hilmir Snær hvílir vel í þessum vingjarnlega karakter sem Robert er. Það er engin eiginleg aðalpersóna því líklega er hægt að mæla í sentimetrum að hver persóna hafi úr jafnmiklum texta að moða. Halldóra Geirharðsdóttir fer með hlutverk eiginkonunnar sem á sér þann draum æðstan að komast í eitt skipti fyrir öll til Ítalíu. Halldóra sveik engan í söng sínum og túlkun á þessari léttdekruðu yfirstéttarkonu sem mátti ekki vamm sitt vita. Samspil hennar og sonarins var einkar skemmtilegt en sonur þeirra hjóna var eins og verða vill í nútímanum, risabarn sem býr heima og þau skýrðu Helmar. Jörundur Ragnarsson túlkar þennan eilífðarkrakka með skýrum ýkjum í limaburði og fettum fyrir svo utan að búningurinn var til þess að undirstrika karakterinn. Allar persónurnar eiga sitt lag, teygja sig á einhverjum tímapunkti eftir míkrafóni og bresta út í söng sem lýsir sálarástandi þeirra. Þessi söngatriði voru fyndin. Vilhelm Anton Jónsson sat með rafmagnsgítar eins og uppstilltur á hillu í hægra horninu og var viðstaddur og þátttakandi allan tímann. Persónurnar birtust okkur fyrst með því að raða sér inn í leikmyndina eftir að vera búnar að þramma í takt niður eftir salnum. Leikurinn stílfærður. Leikmyndin þjónaði verkinu og verkið þjónaði myndinni. Bekkir voru borð og samtímis hjónarúm eða afgreiðsluborð. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur stúlkuna Heidrun sem eins Libgart Reichert nærist á einelti. Hún var eins og létt fjöður þegar hún datt um koll. Öll nálgun hennar minnir á dans. Elma Lísa Gunnarsdóttir sem fer með hlutverk Nataliu, eiginkonu þess sem lagður er í einelti, og ástkona sálfræðingsins skiptir nánast um ham þegar ósjálfráð reiðiköst brjótast fram. Flink leikkona. Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Imke, af hollenskum uppruna, sem rænir Bertrand sparifé sínu. Hennar glettilegu svipbrigði og notkun augnanna í leiknum var heillandi og fyndin. Markmið höfundar virðist fyrst og fremst vera að fá áhorfendur til þess að hlæja og hlæja að eigin tilgangsleysi, þar til það er ekki hægt að hlæja lengur þar sem endurtekningarnar eru orðnar of margar. Leikstjórinn Kristín Eysteinsdóttir vinnur mjög smekklega vinnu í smart lýstri leikmynd en hefði mátt þétta sýninguna og jafnvel stytta með því t.d. að henda nokkrum sálfræðisamtölum út eða atriðum sem voru tvítekin. Sé þetta tilraun í því að drepa farsann eða sýna fram á að hann hafi ei lengur neitt hlutverk, þá held ég að það hafi nú ekki tekist, en þeim tókst að skapa skemmtilega sýningu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Skemmtileg sýning í sérstöku formi. Gagnrýni Leikhús Lífið Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
**** Dúfurnar eftir David Gieselman Þýðing: Hafliði Arngrímsson. Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Halldór Gylfason, Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd/búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Það er víst óhætt að segja að leikgleðin hafi ráðið ríkjum á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöldið þegar sálfræðingurinn Asendorf og allir hans sjúklingar hringsnerust inn og út úr sínum eigin persónum. Farsinn gælir við absúrdismann, auk þess að ekki er laust við að Woody Allen sé einhvers staðar nálægur í verki Davids Gieselmans, Dúfurnar, sem Hafliði Arngrímsson sneri yfir á íslensku. David Gieselman er úr hópi ungra leikskálda í Þýskalandi sem hefur náð frama á undanförnum árum. Leikrit hans Herra Kolbert var flutt hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2006. Höfundurinn er fæddur 1972. Stíll verksins er allsérstakur þar sem mörg atriði skarast og hægt að flækjast um í mismunandi umhverfi með því einu að snúa sér eða svara síðustu persónu. Svolítið eins og Czerny-æfingar fyrir píanó. Hér er hópur af fólki sem á það sameiginlegt að vera á einhvern hátt tengt forstjóranum, Robert Bertrand. Í stóru rými, sem er jafnt heimili Bertrands, vinnustaður, veitingastaður og ekki síst móttaka sálfræðingsins, eru allar þessar persónur nærverandi allan tímann og með nefið oní hvers manns koppi. Holgeir Voss, sem er undirmaður Roberts og jafnframt trúnaðarvinur, er leikinn af Halldóri Gylfasyni og eins og svo oft áður tekst honum að rúlla upp salnum með leik sínum, einkum í grátbroslegu sambandi sínu við sálfræðinginn siðlausa og minnislausa sem Sigurður Sigurjónsson leikur snilldarlega. Robert Bertrand hvíslar því að vinnufélaga sínum Voss að hann hyggist láta sig hverfa von bráðar. Þetta veldur Voss miklum áhyggjum, fyrir utan að hann er með áhyggjur af geðheilsu konu sinnar auk þess sem hann verður fyrir stanslausu einelti á vinnustað sínum. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk Roberts Bertrand og meints hálfbróður hans Francois. Hilmir Snær hvílir vel í þessum vingjarnlega karakter sem Robert er. Það er engin eiginleg aðalpersóna því líklega er hægt að mæla í sentimetrum að hver persóna hafi úr jafnmiklum texta að moða. Halldóra Geirharðsdóttir fer með hlutverk eiginkonunnar sem á sér þann draum æðstan að komast í eitt skipti fyrir öll til Ítalíu. Halldóra sveik engan í söng sínum og túlkun á þessari léttdekruðu yfirstéttarkonu sem mátti ekki vamm sitt vita. Samspil hennar og sonarins var einkar skemmtilegt en sonur þeirra hjóna var eins og verða vill í nútímanum, risabarn sem býr heima og þau skýrðu Helmar. Jörundur Ragnarsson túlkar þennan eilífðarkrakka með skýrum ýkjum í limaburði og fettum fyrir svo utan að búningurinn var til þess að undirstrika karakterinn. Allar persónurnar eiga sitt lag, teygja sig á einhverjum tímapunkti eftir míkrafóni og bresta út í söng sem lýsir sálarástandi þeirra. Þessi söngatriði voru fyndin. Vilhelm Anton Jónsson sat með rafmagnsgítar eins og uppstilltur á hillu í hægra horninu og var viðstaddur og þátttakandi allan tímann. Persónurnar birtust okkur fyrst með því að raða sér inn í leikmyndina eftir að vera búnar að þramma í takt niður eftir salnum. Leikurinn stílfærður. Leikmyndin þjónaði verkinu og verkið þjónaði myndinni. Bekkir voru borð og samtímis hjónarúm eða afgreiðsluborð. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur stúlkuna Heidrun sem eins Libgart Reichert nærist á einelti. Hún var eins og létt fjöður þegar hún datt um koll. Öll nálgun hennar minnir á dans. Elma Lísa Gunnarsdóttir sem fer með hlutverk Nataliu, eiginkonu þess sem lagður er í einelti, og ástkona sálfræðingsins skiptir nánast um ham þegar ósjálfráð reiðiköst brjótast fram. Flink leikkona. Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk Imke, af hollenskum uppruna, sem rænir Bertrand sparifé sínu. Hennar glettilegu svipbrigði og notkun augnanna í leiknum var heillandi og fyndin. Markmið höfundar virðist fyrst og fremst vera að fá áhorfendur til þess að hlæja og hlæja að eigin tilgangsleysi, þar til það er ekki hægt að hlæja lengur þar sem endurtekningarnar eru orðnar of margar. Leikstjórinn Kristín Eysteinsdóttir vinnur mjög smekklega vinnu í smart lýstri leikmynd en hefði mátt þétta sýninguna og jafnvel stytta með því t.d. að henda nokkrum sálfræðisamtölum út eða atriðum sem voru tvítekin. Sé þetta tilraun í því að drepa farsann eða sýna fram á að hann hafi ei lengur neitt hlutverk, þá held ég að það hafi nú ekki tekist, en þeim tókst að skapa skemmtilega sýningu. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Skemmtileg sýning í sérstöku formi.
Gagnrýni Leikhús Lífið Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira