Frímann og félagar í útrás 1. október 2010 12:00 norrænt samstarf Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar eða einhver útgáfa af henni fari í útrás til Norðurlandanna. Fréttablaðið/Daníel „Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. [email protected] Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. [email protected]
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira