Frá fornu fari hafa verið sagðar sögur á Íslandi um kynjaverur sem heima áttu í undirdjúpunum. Hvergi á Íslandi eru þó fleiri frásagnir um þær en í Arnarfirði og eru á annað hundrað skráðar frásagnir til þar sem menn hafa komist í tæri við skrímsli.
Í Skrímslasetrinu á Bíldudal er skrímslasögum gerð skil á ýmsan og oft nýstárlegan hátt, til dæmis með margmiðlunarborði, upplýstum myndskreytingum og upptökum af frásögnum af kynjaverum á borð við förulalla, hafmenn, skeljaskrímsli og marhross.