Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum 17. apríl 2010 03:30 Karl Wernersson Stjórnarformaður Milestone var umsvifamikill í íslensku efnahagslífi fram að hruni. Tryggingafélagið Sjóvá var í fjárhagslegri rúst eftir aðkomu Karls og tengdra aðila að því. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. [email protected] Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. [email protected]
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira