Pólitískt forræði væri afturför 10. júlí 2010 06:00 Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun