The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Hafsteinn Hauksson skrifar 29. maí 2010 12:18 Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira