Staða ríkisstjórnarinnar veikst að mati doktors í stjórnmálafræði 12. desember 2010 19:27 Staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst verulega að mati Stefaníu Óskarsdóttur, doktor í stjórnmálafræði, sem var í spjalli í Íslandi í dag eftir fréttir í kvöld. Þar var farið yfir pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eftir að nýr Icesave-samningur náðist við Breta og Hollendinga í vikunni. „Icesave hefur verið erfitt mál og vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina," sagði Stefanía en þjóðin felldi síðasta Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefanía segir að eftir það hafi ríkisstjórnin ekki getað setið með hendur í skauti, sem og hún gerði ekki, því hún reyndi að þétta í röðum sínum með því að taka Ögmund Jónasson aftur inn í ríkisstjórn sem ráðherra. „Ríkisstjórnin veiktist það mikið í kjölfarið að hún varð að bregðast við þessu," segir Stefanía um eftirleik þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hún segir málflutning ríkisstjórnarinnar hafa verið slíkan að hún kenndi Sjálfstæðisflokknum mikið um það hvernig fór og því spyr hún hver á að taka heiðurinn af nýjum og mun betri samningi: „Getur ríkisstjórnin tekið heiðurinn fyrir það eða stjórnarandstaðan og síðar forseti Íslands?" spyr Stefanía. Hún telur það einnig veikleikamerki ríkisstjórnarinnar hvernig hún hefur talað undanfarið um að fara hægt í sakirnar. Það sé ekki í anda þess sem hún gerði áður þegar hún hafði hraðar hendur á, til að mynda við að samþykkja Icesave-samninginn hinn fyrri. „Þetta endurspeglar stöðu ríkisstjórnarinnar," segir Stefanía sem þykir viðbrögðin vera veikleikamerki. Stefanía segir mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að ná víðtækri sátt um samninginn. Það verður til þess að gera forsetanum erfiðara um vik að fara gegn þingmeirihlutanum líkt og hann gerði í byrjun janúar síðastliðinn. Icesave Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst verulega að mati Stefaníu Óskarsdóttur, doktor í stjórnmálafræði, sem var í spjalli í Íslandi í dag eftir fréttir í kvöld. Þar var farið yfir pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eftir að nýr Icesave-samningur náðist við Breta og Hollendinga í vikunni. „Icesave hefur verið erfitt mál og vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina," sagði Stefanía en þjóðin felldi síðasta Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefanía segir að eftir það hafi ríkisstjórnin ekki getað setið með hendur í skauti, sem og hún gerði ekki, því hún reyndi að þétta í röðum sínum með því að taka Ögmund Jónasson aftur inn í ríkisstjórn sem ráðherra. „Ríkisstjórnin veiktist það mikið í kjölfarið að hún varð að bregðast við þessu," segir Stefanía um eftirleik þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hún segir málflutning ríkisstjórnarinnar hafa verið slíkan að hún kenndi Sjálfstæðisflokknum mikið um það hvernig fór og því spyr hún hver á að taka heiðurinn af nýjum og mun betri samningi: „Getur ríkisstjórnin tekið heiðurinn fyrir það eða stjórnarandstaðan og síðar forseti Íslands?" spyr Stefanía. Hún telur það einnig veikleikamerki ríkisstjórnarinnar hvernig hún hefur talað undanfarið um að fara hægt í sakirnar. Það sé ekki í anda þess sem hún gerði áður þegar hún hafði hraðar hendur á, til að mynda við að samþykkja Icesave-samninginn hinn fyrri. „Þetta endurspeglar stöðu ríkisstjórnarinnar," segir Stefanía sem þykir viðbrögðin vera veikleikamerki. Stefanía segir mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að ná víðtækri sátt um samninginn. Það verður til þess að gera forsetanum erfiðara um vik að fara gegn þingmeirihlutanum líkt og hann gerði í byrjun janúar síðastliðinn.
Icesave Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira