Framþróun í þjónustu við börn 19. janúar 2010 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar