Flokkarnir hafa ekki svarað kallinu um siðbót 22. maí 2010 17:24 Baldur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þess ber að geta að hann var í framboði fyrir Samfylkinguna í þingkosningunum í apríl á síðasta ári. Mynd/Heiða Helgadóttir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira