Lögreglumenn leiða hvor sinn listann 18. maí 2010 05:30 Guðmundur Ingi Ingason Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. [email protected] Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. [email protected]
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira