Sértækur vandi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúðarkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fasteignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fasteigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til samanburðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuldir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru háværustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skattgreiðenda. Þetta er það sem Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasamtök heimila á höfuðborgarsvæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endurgreiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyrisþegar, gamalmenni á hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt?
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun