Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttaritari Rúv, fer mikinn í Noregi þessa dagana þar sem hann fjallar um EM kvenna í handbolta fyrir evrópska handknattleikssambandið.
Myndskeiðin hans Adolfs hafa vakið talsverða athygli en þau eru öll birt á Youtube.
Adolf hefur reynt að fá Gro Hammerseng til þess að sýna á sér magavöðvana, hann kastaði snjóbolta í Lillehammer og nú hefur hann ákveðið að taka viðtal við lukkudýr mótsins.
Það viðtal má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.