Forseti Írans bregst við íslenskri fálkamynd 6. maí 2010 08:00 Forseti Írans var loðinn í svörum í viðtali við ABC-fréttastöðina þar sem hann var spurður um þær staðhæfingar í íslensku heimildarmyndinni Feathered Cocaine að Osama bin Laden væri búsettur í Íran. „Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina. Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina.
Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein