Hvað skal gera við forsetann? Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. október 2010 06:00 Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans sáust kaupa frosna pitsu og ofnfranskar í verslun á dögunum. Breskir dálkahöfundar, æstir í fréttir af öðru en niðurskurði í ríkisútgjöldum sem einokað hafa umræðuna síðan öxin féll fyrir viku, drógu þá ályktun að kaupin gætu ekki þýtt annað en að konunglegt brúðkaup væri á næsta leiti. Svo óáhugavert virtist sambandið orðið að eina rökrétta framhaldið var hjónaband. Af sömu rökfestu veltir slúðurpressan nú fyrir sér dagsetningu og fyrirkomulagi hátíðahaldanna, sem hún segir akkúrat þá upplyftingu sem breskur almenningur þurfi á að halda í því árferði sem nú ríkir. Í fyrsta sinn sá ég tilgang með konungsfjölskyldunni - annan en þann að sjá breska póstinum fyrir vangamyndum á frímerki. Furðu lítið hefur mér fundist fara fyrir umræðu um þjóðhöfðingja okkar Íslendinga í slagorðakenndum orðaflaumi tengdum yfirvofandi stjórnlagaþingi. Tískuorð á borð við sjálfbærni, kærleika, gegnsæi, samvinnu og heiðarleika sem sprottin eru úr umhverfi efnahagshrunsins hafa skyggt á umræðuna um megintilgang stjórnarskrárinnar; að ákvarða sjálfa stjórnskipun landsins. Hvernig skal samspili framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvalds hagað? Hvernig skal velja fulltrúa í embættin? Og síðast en ekki síst: Hvað skal gera við forsetann? Enn hef ég ekki fundið þann frambjóðanda til stjórnlagaþings sem sett hefur fram ígrundaðar hugmyndir um þennan hlekk stjórnskipunarkeðjunnar sem í dag hefur hvað óljósasta hlutverkinu að gegna. Hvað á forseti Íslands að vera? Áhrifalaust konungsígildi? Æðsti maður ríkisstjórnar eins og í forsetaræði Bandaríkjanna? Eða á ef til vill að leggja embættið niður? Persónulega aðhyllist ég síðasta kostinn. Ég vil breyta Bessastöðum í safn og selja þjóðsagnakenndan vínkjallara hússins hæstbjóðendum í verslunum ÁTVR. Sé hins vegar ekki vilji fyrir því er ég með hugmynd að fjórðu leiðinni. Hvernig væri að laga embættið að stöðunni sem það var upphaflega mótað eftir og gera það að embætti konungs? Þingbundin konungsstjórn eins og í Bretlandi myndi tryggja hinum almenna borgara upplyftingu í gráma hversdagsins í formi konunglegra brúðkaupa, skandala og slúðurs. Það er tími til kominn að Séð og heyrt fái fleira til umfjöllunar en þriðja flokks frægt fólk sem annaðhvort fann ástina, týndi henni eða brenndist á sálinni þegar hún sprakk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun
Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans sáust kaupa frosna pitsu og ofnfranskar í verslun á dögunum. Breskir dálkahöfundar, æstir í fréttir af öðru en niðurskurði í ríkisútgjöldum sem einokað hafa umræðuna síðan öxin féll fyrir viku, drógu þá ályktun að kaupin gætu ekki þýtt annað en að konunglegt brúðkaup væri á næsta leiti. Svo óáhugavert virtist sambandið orðið að eina rökrétta framhaldið var hjónaband. Af sömu rökfestu veltir slúðurpressan nú fyrir sér dagsetningu og fyrirkomulagi hátíðahaldanna, sem hún segir akkúrat þá upplyftingu sem breskur almenningur þurfi á að halda í því árferði sem nú ríkir. Í fyrsta sinn sá ég tilgang með konungsfjölskyldunni - annan en þann að sjá breska póstinum fyrir vangamyndum á frímerki. Furðu lítið hefur mér fundist fara fyrir umræðu um þjóðhöfðingja okkar Íslendinga í slagorðakenndum orðaflaumi tengdum yfirvofandi stjórnlagaþingi. Tískuorð á borð við sjálfbærni, kærleika, gegnsæi, samvinnu og heiðarleika sem sprottin eru úr umhverfi efnahagshrunsins hafa skyggt á umræðuna um megintilgang stjórnarskrárinnar; að ákvarða sjálfa stjórnskipun landsins. Hvernig skal samspili framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvalds hagað? Hvernig skal velja fulltrúa í embættin? Og síðast en ekki síst: Hvað skal gera við forsetann? Enn hef ég ekki fundið þann frambjóðanda til stjórnlagaþings sem sett hefur fram ígrundaðar hugmyndir um þennan hlekk stjórnskipunarkeðjunnar sem í dag hefur hvað óljósasta hlutverkinu að gegna. Hvað á forseti Íslands að vera? Áhrifalaust konungsígildi? Æðsti maður ríkisstjórnar eins og í forsetaræði Bandaríkjanna? Eða á ef til vill að leggja embættið niður? Persónulega aðhyllist ég síðasta kostinn. Ég vil breyta Bessastöðum í safn og selja þjóðsagnakenndan vínkjallara hússins hæstbjóðendum í verslunum ÁTVR. Sé hins vegar ekki vilji fyrir því er ég með hugmynd að fjórðu leiðinni. Hvernig væri að laga embættið að stöðunni sem það var upphaflega mótað eftir og gera það að embætti konungs? Þingbundin konungsstjórn eins og í Bretlandi myndi tryggja hinum almenna borgara upplyftingu í gráma hversdagsins í formi konunglegra brúðkaupa, skandala og slúðurs. Það er tími til kominn að Séð og heyrt fái fleira til umfjöllunar en þriðja flokks frægt fólk sem annaðhvort fann ástina, týndi henni eða brenndist á sálinni þegar hún sprakk.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun