‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar 8. apríl 2025 12:02 Og þá meina ég orðið ‘vók’. Það er nefnilega fátt sem gerir uppbyggileg samskipti erfiðari en það þegar fólk skilur ekki orð á sama hátt. Eitt svæsnasta dæmið um slíkt orð á síðari árum er ‘vók’ (e. woke). Það er að mínu viti nýjasta tilraun harða hægrisins til þess að stjórna orðræðunni um sína andstæðinga. Ég veit að þeir bjuggu ekki orðið til, en þeir völdu það sérstaklega, eitt af af ótal orðum sem fólk notar, og gerðu það að aðal-merkimiðanum yfir alla andstæðinga sína, og létu upprunanlegu skilgreininguna gleymast. Fyrri tilraunir til slíkrar stjórnunar á því hvernig andstæðingar þeirra eru skilgreindir erlendis eru til dæmis ‘Political correctness’ (pólitísk rétthugsun), ‘social justice warrior’(réttlætisriddari) og á íslandi má nefna ‘góða fólkið’ og ‘latte-lepjandi lopatreflar’ Grunn vandamálið er að það er aldrei skilgreint nákvæmlega hvað ‘vók’ þýðir, það er mjög þægilegt fyrir þau sem nota það mest, þá geta sem flestir notað það eftir sínu höfði. Fyrir einhverjum sem eru á móti ‘vók’ þýðir það að þeim finnst réttindabarátta hinsegin fólks hafa gengið of langt, og sjá þetta á síðari árum sérstaklega sem andstöðu við trans fólk. Donald Trump og Elon Must eru gott dæmi um það. Fyrir öðrum snýst þetta meira um andstöðu við baráttu gegn loftslagsbreytingum, andstöðu við kvenréttindi eða femínisma, trúleysi, jafnvel borgarlínu hefur verið lýst af sumum sem ‘vók’. Ef ég geri hins vegar góða tilraun til að skilja rétt þau sem ganga þó lengst í að skilgreina það, í sinni andstöðu, má kannski lýsa því þannig að þau sjái ‘vók’ sem pólitískan rétttrúnað, innihaldslausa gervi-hugsjónamennsku og dygðaskreytingu, og sem einhvers konar hugmyndafræði skoðanakúgunar eða slaufunar, en ég kannast ekki við að nein af þeim sem eru iðulega orðuð við ‘vók’ið vilji skoðanakúgun. Málið er nefnilega að fólkið sem er kallað ‘vók’ kallar sig það ekki sjálft, nema mögulega á allra síðustu misserum í einhverjum mótþróa, til að endurheimta orðið. Ef ég reyni að skilja orðið frá mínum bæjardyrum, þá þýðir það bara að sýna fólki virðingu, kunna að meta fjölbreytileika, og vera vakandi fyrir óréttlæti og tilbúin til að berjast gegn því. Þetta er orð sem er einfaldlega valið af harðasta hægrinu erlendis til þess að lýsa okkur, af því það hjálpar þeim að lýsa okkur í sem neikvæðastri mynd, sem þeir stjórna. Við sem erum kölluð ‘vók’ veljum okkur það ekki sjálf, það eru andstæðingar okkar sem velja það, og af því þeir velja hver það eru sem eru holdgervingar ‘vóksins’ hverju sinni, þá geta þeir valið erfiðustu dæmin, frekasta fólkið, þau sem hafa verstan málstað, fara harðast fram eða hafa minnstan sjarma. Önnur og jákvæðari dæmi eru ekki að velja sig sjálf inn í mengið, af því þeir stjórna því og við hugsum ekki um okkur sjálf þannig. Ég kalla mig nefnilega ekki ‘vók’, nema mögulega í einhverjum samtölum þar sem við förum vel yfir skilgreininguna. En í augum almennings er ég örugglega ein skýrasta birtingarmyndin, fjölmenningarsinnuð trans kona, Pírati, Star Trek nörd, femínisti, jafnréttissinni, einhver sem berst gegn loftslagsbreytingum. En ég er ekki fylgjandi skoðanakúgun, ég vil ekki banna fólki að hafa skoðanir eða tjá þær, þó ég vissulega áskilji mér rétt til að vera ósammála og tjá mig um það. Ef það er orðið skoðanakúgun að vera opinberlega ósammála skoðun sem er viðruð opinberlega, þá veit ég í alvöru ekki hvert við erum komin. Ég vil ekki troða mínum einkamálum ofan í kokið á fólki, en ég vil fá að vera ég, og ég vil að fólk sem er leitandi hafi aðgang að upplýsingum. Það er algjört höfuð atriði, ef við ætlum að eiga uppbyggilegt pólitískt samtal sem einhverju skilar, að við vitum hvað fólk er að reyna að segja við okkur. Ef kjósendur vilja senda senda pólitíkinni skilaboð um að þau séu komin með nóg af t.d. slaufunarmenningu, þau vilji frekar tala um verðbólgu og heilbrigðiskerfið en flóttafólk eða loftslagsmál, þá er það ekki gott ef skilaboðin sem fólk heyrir í staðinn er að þau séu á móti jafnrétti fyrir trans fólk eða eitthvað annað. Það skiptir máli bæði svo að þau sem eru kölluð ‘vók’ viti hverju sé verið að hafna, ef svo ber undir, en ekki síður til þess að þeir sem básúna sig sem ‘and-vók’ viti hvaða umboð almenningur vill sannarlega veita þeim, ef þeim er á annað borð veitt umboð. Staðreyndin er að það hentar þeim sem nota orðið um sína andstæðinga alveg ofboðslega vel að hafa þetta orð illa skilgreint, þannig er auðveldara að fá sem flest með á móti sér, hvort sem það eru andstæðingar slaufunar, kvenréttinda, loftslagsaðgerða, trans fólks, covid aðgerða, svarts fólks, fólks með fötlun, skoðanakúgunar eða bara hvers sem er sem þeim dettur í hug hverja stundina, án þess að þurfa að takast á við það innbyrðis nákvæmlega hvað það þýði. Þá varðar nefnilega ekki um það að merking orða sé skýr, en þeir vita að okkur hin varðar um það, og þau treysta á að við eyðum orku í að reyna að fá það á hreint meðan þeir hlæja. Svo ég hvet okkur öll til þess að hætta bara að nota þetta orð, það er ekki gagnlegt, það er verkfæri þeirra sem hafa hag af því að orðræðan sé ónákvæm og óskýr. Segjum skýrt hvað það er sem við erum fylgjandi og hvað það er sem fer í taugarnar á okkur. Leyfum ekki innfluttu menningarstríði að stjórna okkar samtali. Höfundur er stjórnmálakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Og þá meina ég orðið ‘vók’. Það er nefnilega fátt sem gerir uppbyggileg samskipti erfiðari en það þegar fólk skilur ekki orð á sama hátt. Eitt svæsnasta dæmið um slíkt orð á síðari árum er ‘vók’ (e. woke). Það er að mínu viti nýjasta tilraun harða hægrisins til þess að stjórna orðræðunni um sína andstæðinga. Ég veit að þeir bjuggu ekki orðið til, en þeir völdu það sérstaklega, eitt af af ótal orðum sem fólk notar, og gerðu það að aðal-merkimiðanum yfir alla andstæðinga sína, og létu upprunanlegu skilgreininguna gleymast. Fyrri tilraunir til slíkrar stjórnunar á því hvernig andstæðingar þeirra eru skilgreindir erlendis eru til dæmis ‘Political correctness’ (pólitísk rétthugsun), ‘social justice warrior’(réttlætisriddari) og á íslandi má nefna ‘góða fólkið’ og ‘latte-lepjandi lopatreflar’ Grunn vandamálið er að það er aldrei skilgreint nákvæmlega hvað ‘vók’ þýðir, það er mjög þægilegt fyrir þau sem nota það mest, þá geta sem flestir notað það eftir sínu höfði. Fyrir einhverjum sem eru á móti ‘vók’ þýðir það að þeim finnst réttindabarátta hinsegin fólks hafa gengið of langt, og sjá þetta á síðari árum sérstaklega sem andstöðu við trans fólk. Donald Trump og Elon Must eru gott dæmi um það. Fyrir öðrum snýst þetta meira um andstöðu við baráttu gegn loftslagsbreytingum, andstöðu við kvenréttindi eða femínisma, trúleysi, jafnvel borgarlínu hefur verið lýst af sumum sem ‘vók’. Ef ég geri hins vegar góða tilraun til að skilja rétt þau sem ganga þó lengst í að skilgreina það, í sinni andstöðu, má kannski lýsa því þannig að þau sjái ‘vók’ sem pólitískan rétttrúnað, innihaldslausa gervi-hugsjónamennsku og dygðaskreytingu, og sem einhvers konar hugmyndafræði skoðanakúgunar eða slaufunar, en ég kannast ekki við að nein af þeim sem eru iðulega orðuð við ‘vók’ið vilji skoðanakúgun. Málið er nefnilega að fólkið sem er kallað ‘vók’ kallar sig það ekki sjálft, nema mögulega á allra síðustu misserum í einhverjum mótþróa, til að endurheimta orðið. Ef ég reyni að skilja orðið frá mínum bæjardyrum, þá þýðir það bara að sýna fólki virðingu, kunna að meta fjölbreytileika, og vera vakandi fyrir óréttlæti og tilbúin til að berjast gegn því. Þetta er orð sem er einfaldlega valið af harðasta hægrinu erlendis til þess að lýsa okkur, af því það hjálpar þeim að lýsa okkur í sem neikvæðastri mynd, sem þeir stjórna. Við sem erum kölluð ‘vók’ veljum okkur það ekki sjálf, það eru andstæðingar okkar sem velja það, og af því þeir velja hver það eru sem eru holdgervingar ‘vóksins’ hverju sinni, þá geta þeir valið erfiðustu dæmin, frekasta fólkið, þau sem hafa verstan málstað, fara harðast fram eða hafa minnstan sjarma. Önnur og jákvæðari dæmi eru ekki að velja sig sjálf inn í mengið, af því þeir stjórna því og við hugsum ekki um okkur sjálf þannig. Ég kalla mig nefnilega ekki ‘vók’, nema mögulega í einhverjum samtölum þar sem við förum vel yfir skilgreininguna. En í augum almennings er ég örugglega ein skýrasta birtingarmyndin, fjölmenningarsinnuð trans kona, Pírati, Star Trek nörd, femínisti, jafnréttissinni, einhver sem berst gegn loftslagsbreytingum. En ég er ekki fylgjandi skoðanakúgun, ég vil ekki banna fólki að hafa skoðanir eða tjá þær, þó ég vissulega áskilji mér rétt til að vera ósammála og tjá mig um það. Ef það er orðið skoðanakúgun að vera opinberlega ósammála skoðun sem er viðruð opinberlega, þá veit ég í alvöru ekki hvert við erum komin. Ég vil ekki troða mínum einkamálum ofan í kokið á fólki, en ég vil fá að vera ég, og ég vil að fólk sem er leitandi hafi aðgang að upplýsingum. Það er algjört höfuð atriði, ef við ætlum að eiga uppbyggilegt pólitískt samtal sem einhverju skilar, að við vitum hvað fólk er að reyna að segja við okkur. Ef kjósendur vilja senda senda pólitíkinni skilaboð um að þau séu komin með nóg af t.d. slaufunarmenningu, þau vilji frekar tala um verðbólgu og heilbrigðiskerfið en flóttafólk eða loftslagsmál, þá er það ekki gott ef skilaboðin sem fólk heyrir í staðinn er að þau séu á móti jafnrétti fyrir trans fólk eða eitthvað annað. Það skiptir máli bæði svo að þau sem eru kölluð ‘vók’ viti hverju sé verið að hafna, ef svo ber undir, en ekki síður til þess að þeir sem básúna sig sem ‘and-vók’ viti hvaða umboð almenningur vill sannarlega veita þeim, ef þeim er á annað borð veitt umboð. Staðreyndin er að það hentar þeim sem nota orðið um sína andstæðinga alveg ofboðslega vel að hafa þetta orð illa skilgreint, þannig er auðveldara að fá sem flest með á móti sér, hvort sem það eru andstæðingar slaufunar, kvenréttinda, loftslagsaðgerða, trans fólks, covid aðgerða, svarts fólks, fólks með fötlun, skoðanakúgunar eða bara hvers sem er sem þeim dettur í hug hverja stundina, án þess að þurfa að takast á við það innbyrðis nákvæmlega hvað það þýði. Þá varðar nefnilega ekki um það að merking orða sé skýr, en þeir vita að okkur hin varðar um það, og þau treysta á að við eyðum orku í að reyna að fá það á hreint meðan þeir hlæja. Svo ég hvet okkur öll til þess að hætta bara að nota þetta orð, það er ekki gagnlegt, það er verkfæri þeirra sem hafa hag af því að orðræðan sé ónákvæm og óskýr. Segjum skýrt hvað það er sem við erum fylgjandi og hvað það er sem fer í taugarnar á okkur. Leyfum ekki innfluttu menningarstríði að stjórna okkar samtali. Höfundur er stjórnmálakona.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun