Að sýna ekki öll spilin Andrés Pétursson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun