Alveg óvíst hver endanleg upphæð verður Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 19:08 „Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu. Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
„Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu.
Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25
Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18
Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07
Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45
Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39
Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17
Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00