Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði 29. apríl 2010 06:45 Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected] Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected]
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira