Voru úrkula vonar Stígur Helgason skrifar 17. febrúar 2010 00:01 Beata átti erfitt með sig á fundi með fréttamönnum í gær og brast ítrekað í grát þegar hún rifjaði upp atburðarásina. Hún taldi hins vegar mikilvægt að segja söguna í forvarnarskyni. Fréttablaðið/Vilhelm Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira