Óvíst hvort lífsýni finnist á meintu morðvopni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2010 12:07 Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira