„Líður tíminn alltaf jafn hratt?“ 14. apríl 2010 06:00 Bókmenntir Pétur Gunnarsson ræðir hættu gleymskunnar. Frettablaðið/Róbert Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál. Lífið Menning Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira
Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál.
Lífið Menning Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Sjá meira