Hæg heimatökin Svavar Gestsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar