Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum hófst í dag með pomp og prakt en þar eru samankomnir flestir af bestu frjálsíþróttamönnum landsins.
Mikil eftirvænting var eftir einvígi FH-inganna Óðins Björns Þorsteinssonar og Bergs Inga Péturssonar í kúluvarpi en þar hafði Óðinn Björn betur.
Óðinn Björn varpaði kúlunni 18,21 metra, sem er frábær árangur en Bergur Ingi var í öðru sæti með kast upp á 15,81 metra. Vigfús Dan Sigurðsson úr ÍR varð svo í þriðja sæti með kast upp á 14,96 metra.