Það var kalt í norður Noregi í kvöld og Ítalirnir fundu sig ekki í kvöld.
Ulrik Saltnes var hetja heimamanna en hann skoraði bæði mörkin í leiknum.
Fyrra markið skoraði hann með í upphafi seinni hálfleiks eftir stungusendingu frá Ole Blomberg.
Saltnes bætti síðan við öðru marki á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Jens Petter Hauge. Slapp aftur í gegn og lyfti boltanum yfir markvörðinn. Varnarmaður Lazio reyndi að bjarga en var aðeins of seinn.
Bodö/Glimt átti átján skot á móti sex í þessum leik og var með 2,88 í xG, áætluðum mörkum, á móti aðeins 0,34 hjá ítalska liðinu. Sigurinn var því vissulega góður en heimamenn hefðu auðveldlega geta unnið enn stærri sigur.
2-0 sigur þýðir að Bodö/Glimt er samt í ágætum málum fyrir seinni leikinn í Róm.
Þeir geta þar orðið fyrsta norska fótboltafélagið til að komast í undanúrslit í Evrópukeppni.