Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur 20. nóvember 2010 06:30 Gunnar Rúnar Sigurþórsson var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst. fréttablaðið/Vilhelm „Ég játa brotið," sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson, tuttugu og þriggja ára maður, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar fór fram þingfesting á ákæru ríkissaksóknara, þar sem Gunnari Rúnari er gert að sök að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni að morgni sunnudagsins 15. ágúst 2010. Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur, að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, saksóknara í málinu. Fjölmargir ættingjar og vinir voru mættir í dómsal þegar Gunnar Rúnar var leiddur þar inn eftir hádegið í gær. Ekki voru sæti fyrir alla í salnum, þannig að nokkrir urðu að standa meðan þinghald stóð yfir. Mörgum viðstaddra var greinilega mjög brugðið þegar saksóknari las ákæruna upp, en í henni er lýst þeim áverkum sem drógu Hannes til dauða. Þar segir að Gunnar Rúnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. „Gengu hnífstungur meðal annars í hjarta, lunga og nýra," segir í ákærunni. Þá er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Aðstandendur Hannesar Þórs heitins Helgasonar voru mættir í dómsal í gær. Fram kom að tveir geðlæknar myndu leggja yfirmat á geðrannsókn sem Gunnar Rúnar hefði gengist undir. Samkvæmt henni er hann ekki talinn sakhæfur, eins og áður sagði, en dómari úrskurðar endanlega um sakhæfi hans. Verjandi Gunnars Rúnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, lagði fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til verndar sakborningi og fjölskyldu hans. Til vara að það yrði lokað þegar Gunnar Rúnar og geðlæknarnir gæfu skýrslu. Saksóknari tók ekki afstöðu til kröfunnar en vísaði ákvarðanatöku til Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara, sem tók sér umhugsunarfrest til 21. desember, þegar þinghaldi verður fram haldið. Í málinu gera foreldrar Hannesar Þórs kröfu um að Gunnar Rúnar greiði þeim miskabætur upp á samtals fimm milljónir króna, auk skaðabóta vegna útfararkostnaðar að upphæð tæpar 1,3 milljónir. Gunnar Rúnar viðurkenndi í gær bótarétt foreldranna en mótmælti upphæð kröfunnar. Þá krefst unnusta Hannesar þess að Gunnar Rúnar greiði sér 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu hafnaði hann. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 17. desember í gær. [email protected] Dómsmál Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
„Ég játa brotið," sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson, tuttugu og þriggja ára maður, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar fór fram þingfesting á ákæru ríkissaksóknara, þar sem Gunnari Rúnari er gert að sök að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni að morgni sunnudagsins 15. ágúst 2010. Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur, að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, saksóknara í málinu. Fjölmargir ættingjar og vinir voru mættir í dómsal þegar Gunnar Rúnar var leiddur þar inn eftir hádegið í gær. Ekki voru sæti fyrir alla í salnum, þannig að nokkrir urðu að standa meðan þinghald stóð yfir. Mörgum viðstaddra var greinilega mjög brugðið þegar saksóknari las ákæruna upp, en í henni er lýst þeim áverkum sem drógu Hannes til dauða. Þar segir að Gunnar Rúnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. „Gengu hnífstungur meðal annars í hjarta, lunga og nýra," segir í ákærunni. Þá er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Aðstandendur Hannesar Þórs heitins Helgasonar voru mættir í dómsal í gær. Fram kom að tveir geðlæknar myndu leggja yfirmat á geðrannsókn sem Gunnar Rúnar hefði gengist undir. Samkvæmt henni er hann ekki talinn sakhæfur, eins og áður sagði, en dómari úrskurðar endanlega um sakhæfi hans. Verjandi Gunnars Rúnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, lagði fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til verndar sakborningi og fjölskyldu hans. Til vara að það yrði lokað þegar Gunnar Rúnar og geðlæknarnir gæfu skýrslu. Saksóknari tók ekki afstöðu til kröfunnar en vísaði ákvarðanatöku til Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara, sem tók sér umhugsunarfrest til 21. desember, þegar þinghaldi verður fram haldið. Í málinu gera foreldrar Hannesar Þórs kröfu um að Gunnar Rúnar greiði þeim miskabætur upp á samtals fimm milljónir króna, auk skaðabóta vegna útfararkostnaðar að upphæð tæpar 1,3 milljónir. Gunnar Rúnar viðurkenndi í gær bótarétt foreldranna en mótmælti upphæð kröfunnar. Þá krefst unnusta Hannesar þess að Gunnar Rúnar greiði sér 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu hafnaði hann. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 17. desember í gær. [email protected]
Dómsmál Hafnarfjörður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52
Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. 19. nóvember 2010 18:58
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06