Hafnarfjörður Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. Viðskipti innlent 19.2.2025 21:42 Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar. Innlent 19.2.2025 14:05 Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 16.2.2025 17:41 Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Yfirvísindakona Carbfix segir að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar í Hafnarfirði sé mikilvægur gæðastimpill. Jákvætt umhverfismat sé forsenda frekari vinnu við samninga og umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir verkefnið. Viðskipti innlent 14.2.2025 16:02 Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. Viðskipti innlent 14.2.2025 12:05 Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. Viðskipti innlent 13.2.2025 14:07 Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Það styttist í að knattspyrnufólk framtíðarinnar leiki listir sínar inn í nýju knatthúsi Hauka sem verður að teljast eitt það fullkomnasta hér á landi. Húsið verður vígt eftir aðeins nokkra daga og verður algjör bylting í starfi knattspyrnudeildar félagsins og sögn formannsins. Íslenski boltinn 8.2.2025 09:31 Viltu vinna með framtíðinni? Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Skoðun 6.2.2025 15:03 Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. Innlent 4.2.2025 22:42 Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. Innlent 4.2.2025 14:32 Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Innlent 3.2.2025 07:00 Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Innlent 1.2.2025 08:10 Stórir pollar leika bílstjóra grátt Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í dag. Stórir pollar mynduðust í Hafnarfirði, bílstjórum til mikilla ama. Innlent 1.2.2025 00:02 Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Innlent 31.1.2025 10:40 Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30.1.2025 20:34 Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Færð er farin að spillast á Reykjanesbraut og eru nú umferðartafir vegna þessa. Það sem af er morgni hafa tvö ökutæki runnið út af veginum, en ekki hafa þó orðið meiðsl á fólki. Innlent 30.1.2025 07:46 Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins. Innlent 21.1.2025 08:46 Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjarðarhöfn iðaði af lífi fyrr í dag þegar hvalir spókuðu sig þar um og léku listir sínar. Innlent 18.1.2025 17:59 Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Innlent 18.1.2025 07:04 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. Innlent 17.1.2025 23:50 Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Sendibílstjórinn Ottó Bjarnarsson sér fyrir sér skipulagsslys af „Græna skrímslisins-gráðu“ í uppsiglingu í Hafnarfirði. Til standi að setja upp ærslabelg í 12 metra fjarlægð frá húsi sínu. Þessu vill hann ekki una. Bæjarstjórinn Valdimar Víðisson segir að málið verði skoðað af fullri alvöru. Innlent 17.1.2025 14:38 Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 16.1.2025 23:14 Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Móðir Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur, sem var myrt af föður sínum í september, segir að feðginin hafi ætlað sér að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana. Innlent 14.1.2025 11:20 Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Rekstri kaffihússins Súfistans í Strandgötu í Hafnarfirði verður hætt á föstudaginn. Kaffihúsið var stofnað árið 1994 af hjónunum Birgi Finnbogasyni og Hrafnhildi Blomsterberg og hefur verið rekið af þeim og fjölskyldu þeirra frá upphafi. Viðskipti innlent 14.1.2025 08:40 „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Þúsund manna bíða eftir því að komast að í golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins og getur biðin tekið nokkur ár í sumum þeirra. Forseti Golfsambands Íslands segir biðlistana hrikalega og kallar eftir auknum stuðningi og skilningi frá sveitarfélögum. Innlent 12.1.2025 10:39 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. Viðskipti innlent 10.1.2025 14:50 Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Ályktanir sem eru dregnar í umfjöllun Heimldarinnar um starfsemi Carbfix standast enga skoðun og byggjast á rangfærslum, að sögn fyrirtækisins. Engin dulin áform séu um umfangsmeiri starfsemi í Hafnarfirði þvert á það sem fullyrt er í umfjölluninni. Viðskipti innlent 10.1.2025 11:26 Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Foreldrar Ibrahims Shah, átta ára drengs sem lést þegar ekið var á hann á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, krefja ökumann steypubíls um samtals tuttugu milljónir króna í miskabætur, að viðbættum lögmanns- og útfararkostnaði. Innlent 8.1.2025 16:03 Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH segir fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að hafa makað krókinn á viðskiptum fyrirtækis hans við FH vegna byggingar knatthússins Skessunnar. Hann segir ásakanir um ólöglegt, eða í það minnsta ósiðlegt athæfi, svíða. Innlent 8.1.2025 13:36 Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.1.2025 13:24 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 61 ›
Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. Viðskipti innlent 19.2.2025 21:42
Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar. Innlent 19.2.2025 14:05
Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Innlent 16.2.2025 17:41
Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Yfirvísindakona Carbfix segir að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar í Hafnarfirði sé mikilvægur gæðastimpill. Jákvætt umhverfismat sé forsenda frekari vinnu við samninga og umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir verkefnið. Viðskipti innlent 14.2.2025 16:02
Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. Viðskipti innlent 14.2.2025 12:05
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. Viðskipti innlent 13.2.2025 14:07
Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Það styttist í að knattspyrnufólk framtíðarinnar leiki listir sínar inn í nýju knatthúsi Hauka sem verður að teljast eitt það fullkomnasta hér á landi. Húsið verður vígt eftir aðeins nokkra daga og verður algjör bylting í starfi knattspyrnudeildar félagsins og sögn formannsins. Íslenski boltinn 8.2.2025 09:31
Viltu vinna með framtíðinni? Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna. Skoðun 6.2.2025 15:03
Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. Innlent 4.2.2025 22:42
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. Innlent 4.2.2025 14:32
Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Innlent 3.2.2025 07:00
Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Innlent 1.2.2025 08:10
Stórir pollar leika bílstjóra grátt Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í dag. Stórir pollar mynduðust í Hafnarfirði, bílstjórum til mikilla ama. Innlent 1.2.2025 00:02
Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Innlent 31.1.2025 10:40
Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30.1.2025 20:34
Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Færð er farin að spillast á Reykjanesbraut og eru nú umferðartafir vegna þessa. Það sem af er morgni hafa tvö ökutæki runnið út af veginum, en ekki hafa þó orðið meiðsl á fólki. Innlent 30.1.2025 07:46
Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins. Innlent 21.1.2025 08:46
Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjarðarhöfn iðaði af lífi fyrr í dag þegar hvalir spókuðu sig þar um og léku listir sínar. Innlent 18.1.2025 17:59
Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Innlent 18.1.2025 07:04
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. Innlent 17.1.2025 23:50
Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Sendibílstjórinn Ottó Bjarnarsson sér fyrir sér skipulagsslys af „Græna skrímslisins-gráðu“ í uppsiglingu í Hafnarfirði. Til standi að setja upp ærslabelg í 12 metra fjarlægð frá húsi sínu. Þessu vill hann ekki una. Bæjarstjórinn Valdimar Víðisson segir að málið verði skoðað af fullri alvöru. Innlent 17.1.2025 14:38
Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 16.1.2025 23:14
Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Móðir Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur, sem var myrt af föður sínum í september, segir að feðginin hafi ætlað sér að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana. Innlent 14.1.2025 11:20
Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Rekstri kaffihússins Súfistans í Strandgötu í Hafnarfirði verður hætt á föstudaginn. Kaffihúsið var stofnað árið 1994 af hjónunum Birgi Finnbogasyni og Hrafnhildi Blomsterberg og hefur verið rekið af þeim og fjölskyldu þeirra frá upphafi. Viðskipti innlent 14.1.2025 08:40
„Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Þúsund manna bíða eftir því að komast að í golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins og getur biðin tekið nokkur ár í sumum þeirra. Forseti Golfsambands Íslands segir biðlistana hrikalega og kallar eftir auknum stuðningi og skilningi frá sveitarfélögum. Innlent 12.1.2025 10:39
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. Viðskipti innlent 10.1.2025 14:50
Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Ályktanir sem eru dregnar í umfjöllun Heimldarinnar um starfsemi Carbfix standast enga skoðun og byggjast á rangfærslum, að sögn fyrirtækisins. Engin dulin áform séu um umfangsmeiri starfsemi í Hafnarfirði þvert á það sem fullyrt er í umfjölluninni. Viðskipti innlent 10.1.2025 11:26
Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Foreldrar Ibrahims Shah, átta ára drengs sem lést þegar ekið var á hann á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, krefja ökumann steypubíls um samtals tuttugu milljónir króna í miskabætur, að viðbættum lögmanns- og útfararkostnaði. Innlent 8.1.2025 16:03
Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH segir fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að hafa makað krókinn á viðskiptum fyrirtækis hans við FH vegna byggingar knatthússins Skessunnar. Hann segir ásakanir um ólöglegt, eða í það minnsta ósiðlegt athæfi, svíða. Innlent 8.1.2025 13:36
Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.1.2025 13:24