Læra lexíu Svavar Gestsson skrifar 9. desember 2010 15:51 Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun