Telur núll krónur lenda á ríkinu ef dómsmál verða hagstæð Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. mars 2011 18:24 Icesave-samninganefndin telur varlega áætlað að 32 milljarðar króna gætu lent á ríkissjóði vegna nýrra samninga samkvæmt nýju mati, en áður var þessi fjárhæð talin 47 milljarðar. Þá telur nefndin að ekkert lendi á ríkinu ef tvö mál sem nú eru rekin fyrir dómstólum verði ríkissjóði í hag. Á kynningarfundi í fjármálaráðuneytinu í dag fór samninganefndin yfir breyttar forsendur um endurheimtur í þrotabú Landsbankans, en samtímis fundinum var slitastjórn Landsbankans að funda með kröfuhöfum í Lundúnum. Samsetning eigna þrotabúsins hefur nú breyst þannig að hærra hlutfall þeirra er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út, samtals um 677 milljarðar króna en þessi upphæð var 615 milljarðar í uppgjöri sem kynnt var í fyrra.Ágreiningur um heildsöluinnlán gæti skipt sköpum Miðað við breyttar forsendur áætlar samninganefndin nú að 32 milljarðar króna lendi á ríkissjóði. „Þegar við reiknuðum þetta út, að 32 milljarðar gætu lent á ríkissjóði á næstu fimm árum, þá tókum við ekki með í reikninginn jákvæð áhrif af tveimur lagalegum atriðum," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í samninganefndinni. Annars vegar mun Tryggingarsjóður innistæðueigenda reyna á forgang sinn til greiðslna úr þrotabúinu umfram aðra innistæðutryggingarsjóði, en þessi túlkun hefur verið kennd við Ragnar Hall. Og hins vegar er rekið mál vegna svokallaðra heildsöluinnlána fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en fjárhæð þeirra krafna nemur 147 milljörðum króna. Slitastjórn Landsbankans féllst á forgang þeirra, en almennir kröfuhafar reyndu að hnekkja þeirri afstöðu fyrir dómstólum. „Ef það verður niðurstaðan að heildsöluinnlánin séu ekki forgangskröfur þá lækkar kröfumassinn, þessar 1.320 milljarðar í bú Landsbankans, sem því nemur og þ.a.l hækkar upphæðin til þeirra sem eru eftir og við vitum að ríkið er með meira en helminginn af þeim ávinningi þannig að þá geta menn reiknað það út sjálfir að ekki verður mikill kostnaður eftir sem lendir á ríkissjóði," segir Jóhannes Karl.Höftin verða að vera áfram nema tryggt sé að afnám þeirra þýði ekki gengishrap Eins og áður hefur komið fram lýtur helsta áhætta vegna nýrra samninga að genginu. Fram kom hjá samninganefndinni í dag að færa mætti rök fyrir því að viðhalda þyrfti gjaldeyrishöftunum svo forsendur kostnaðar vegna nýrra samninga héldu, en aðeins að því gefnu að afnám haftanna þýddi lækkun gengis, sem skiptar skoðanir eru um. En má fullyrða að ekki lendi króna á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna hinna nýju ef fyrrgreindu dómsmálin tvö feli í sér jákvæða niðurstöðu? „Ef að forsendur um gengisbreytingar halda, þ.e ef gengið verður svipað og það er núna, þá má fullyrða það, já," segir Lárus Blöndal, sem situr í samninganefndinni. [email protected] Icesave Tengdar fréttir Frumvarpið í pósti á öll heimili Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl. 1. mars 2011 04:00 Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. 2. mars 2011 15:30 Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr. 2. mars 2011 15:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Icesave-samninganefndin telur varlega áætlað að 32 milljarðar króna gætu lent á ríkissjóði vegna nýrra samninga samkvæmt nýju mati, en áður var þessi fjárhæð talin 47 milljarðar. Þá telur nefndin að ekkert lendi á ríkinu ef tvö mál sem nú eru rekin fyrir dómstólum verði ríkissjóði í hag. Á kynningarfundi í fjármálaráðuneytinu í dag fór samninganefndin yfir breyttar forsendur um endurheimtur í þrotabú Landsbankans, en samtímis fundinum var slitastjórn Landsbankans að funda með kröfuhöfum í Lundúnum. Samsetning eigna þrotabúsins hefur nú breyst þannig að hærra hlutfall þeirra er nú í reiðufé og verðtryggðu skuldabréfi sem Landsbankinn gaf út, samtals um 677 milljarðar króna en þessi upphæð var 615 milljarðar í uppgjöri sem kynnt var í fyrra.Ágreiningur um heildsöluinnlán gæti skipt sköpum Miðað við breyttar forsendur áætlar samninganefndin nú að 32 milljarðar króna lendi á ríkissjóði. „Þegar við reiknuðum þetta út, að 32 milljarðar gætu lent á ríkissjóði á næstu fimm árum, þá tókum við ekki með í reikninginn jákvæð áhrif af tveimur lagalegum atriðum," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í samninganefndinni. Annars vegar mun Tryggingarsjóður innistæðueigenda reyna á forgang sinn til greiðslna úr þrotabúinu umfram aðra innistæðutryggingarsjóði, en þessi túlkun hefur verið kennd við Ragnar Hall. Og hins vegar er rekið mál vegna svokallaðra heildsöluinnlána fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en fjárhæð þeirra krafna nemur 147 milljörðum króna. Slitastjórn Landsbankans féllst á forgang þeirra, en almennir kröfuhafar reyndu að hnekkja þeirri afstöðu fyrir dómstólum. „Ef það verður niðurstaðan að heildsöluinnlánin séu ekki forgangskröfur þá lækkar kröfumassinn, þessar 1.320 milljarðar í bú Landsbankans, sem því nemur og þ.a.l hækkar upphæðin til þeirra sem eru eftir og við vitum að ríkið er með meira en helminginn af þeim ávinningi þannig að þá geta menn reiknað það út sjálfir að ekki verður mikill kostnaður eftir sem lendir á ríkissjóði," segir Jóhannes Karl.Höftin verða að vera áfram nema tryggt sé að afnám þeirra þýði ekki gengishrap Eins og áður hefur komið fram lýtur helsta áhætta vegna nýrra samninga að genginu. Fram kom hjá samninganefndinni í dag að færa mætti rök fyrir því að viðhalda þyrfti gjaldeyrishöftunum svo forsendur kostnaðar vegna nýrra samninga héldu, en aðeins að því gefnu að afnám haftanna þýddi lækkun gengis, sem skiptar skoðanir eru um. En má fullyrða að ekki lendi króna á ríkissjóði vegna Icesave-samninganna hinna nýju ef fyrrgreindu dómsmálin tvö feli í sér jákvæða niðurstöðu? „Ef að forsendur um gengisbreytingar halda, þ.e ef gengið verður svipað og það er núna, þá má fullyrða það, já," segir Lárus Blöndal, sem situr í samninganefndinni. [email protected]
Icesave Tengdar fréttir Frumvarpið í pósti á öll heimili Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl. 1. mars 2011 04:00 Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. 2. mars 2011 15:30 Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr. 2. mars 2011 15:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Sjá meira
Frumvarpið í pósti á öll heimili Innanríkisráðuneytið hefur ekki ákveðið hvernig staðið verður að kynningarmálum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin 9. apríl. 1. mars 2011 04:00
Endurheimtur komnar í 89% af Icesaveskuldinni Skilanefnd Landsbankans fundaði í dag með kröfuhöfum í búi bankans í Lundúnum og kynnti nýtt mat á virði eigna búsins. Í ljósi nýja matsins hefur samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna endurnýjað útreikninga sína á kostnaði ríkissjóðs vegna samninganna í ljósi nýs mats skilanefndar Landsbanka Íslands á heimtum eigna bús bankans. Jafnframt hefur verið tekið tillit til nokkurra annarra staðreynda sem hafa áhrif á tölulega framsetningu á kostnaði ríkissjóðs. 2. mars 2011 15:30
Innheimtur upp í Icesave aukast um 19 milljarða Skilanefnd Landsbankans telur að 1175 milljarðar muni endurheimtast upp í Icesave skuldina. Þetta er 37 milljörðum meira en áður var áætlað. Þar með aukast tekjur tryggingarsjóðs innistæðueigenda um 19 milljarða kr. 2. mars 2011 15:23