Telur líkur á hóflegri vaxtalækkun fyrir páskana 31. mars 2011 12:12 Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að þótt óbreyttir vextir væru niðurstaðan við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrir hálfum mánuði síðan var síður en svo einhugur um þá ákvörðun að víkja frá vaxtalækkunarferli sem þá hafði staðið samfellt frá síðasta ársfjórðungi 2009. Samkvæmt nýbirtri fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans af vaxtaákvörðunarfundi hennar þann 15. mars síðastliðinn vildu tveir nefndarmenn af fimm lækka stýrivexti um 25 punkta. Tillaga Seðlabankastjóra um óbreytta vexti var hins vegar samþykkt með fjórum atkvæðum, þar sem annar þessara tveggja féllst á hana með semingi. Fimmti nefndarmaðurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni um óbreytta vexti vegna áframhaldandi veikrar stöðu þjóðarbúsins og skorts á hvers kyns verðbólguþrýstingi innanlands. Samkvæmt fundargerðinni töldu nefndarmenn að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gæfu nokkuð misvísandi leiðsögn um hvort þörf væri á að breyta aðhaldi peningastefnunnar. Auk þess horfðu þeir til óvissu vegna Icesave þjóðaratkvæðagreiðslu og óbirtrar áætlunar um gjaldeyrishöft, sem gæfi tilefni til sérstakrar aðgæslu. Áætlunin hefur nú litið dagsins ljós og má ljóst vera af henni að talsvert er enn í að aflétting almennra gjaldeyrishafta hefjist af einhverjum krafti. Þá verður komin niðurstaða í Icesave-kosningunni fyrir næstu vaxtaákvörðun, sem verður þann 20. apríl næstkomandi. „Í ljósi ofangreindrar niðurstöðu má velta vöngum yfir því hvort fleiri meðlimir peningastefnunefndarinnar snúist á sveif með tvímenningunum framangreindu í dymbilvikunni. Við teljum í öllu falli að fundargerðin sé vísbending um að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun í aðdraganda páskanna,“ segir í Morgunkorninu. Icesave Mest lesið Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum í aðdraganda páskanna. Vísibendingu um slíkt sé að finna í síðustu fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var í gær. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að þótt óbreyttir vextir væru niðurstaðan við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans fyrir hálfum mánuði síðan var síður en svo einhugur um þá ákvörðun að víkja frá vaxtalækkunarferli sem þá hafði staðið samfellt frá síðasta ársfjórðungi 2009. Samkvæmt nýbirtri fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans af vaxtaákvörðunarfundi hennar þann 15. mars síðastliðinn vildu tveir nefndarmenn af fimm lækka stýrivexti um 25 punkta. Tillaga Seðlabankastjóra um óbreytta vexti var hins vegar samþykkt með fjórum atkvæðum, þar sem annar þessara tveggja féllst á hana með semingi. Fimmti nefndarmaðurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni um óbreytta vexti vegna áframhaldandi veikrar stöðu þjóðarbúsins og skorts á hvers kyns verðbólguþrýstingi innanlands. Samkvæmt fundargerðinni töldu nefndarmenn að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gæfu nokkuð misvísandi leiðsögn um hvort þörf væri á að breyta aðhaldi peningastefnunnar. Auk þess horfðu þeir til óvissu vegna Icesave þjóðaratkvæðagreiðslu og óbirtrar áætlunar um gjaldeyrishöft, sem gæfi tilefni til sérstakrar aðgæslu. Áætlunin hefur nú litið dagsins ljós og má ljóst vera af henni að talsvert er enn í að aflétting almennra gjaldeyrishafta hefjist af einhverjum krafti. Þá verður komin niðurstaða í Icesave-kosningunni fyrir næstu vaxtaákvörðun, sem verður þann 20. apríl næstkomandi. „Í ljósi ofangreindrar niðurstöðu má velta vöngum yfir því hvort fleiri meðlimir peningastefnunefndarinnar snúist á sveif með tvímenningunum framangreindu í dymbilvikunni. Við teljum í öllu falli að fundargerðin sé vísbending um að nokkrar líkur séu á hóflegri vaxtalækkun í aðdraganda páskanna,“ segir í Morgunkorninu.
Icesave Mest lesið Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira