Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 8. apríl 2011 22:32 Mynd / Stefán Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira