Ekki samið til langs tíma falli Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2011 18:30 Vilhjálmur Egilsson. Mynd/GVA Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson. Icesave Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Ólíklegt er að takist að ganga endanlega frá kjarasamningum fyrir helgi, jafnvel þótt stjórnvöld verði við öllum kröfum aðila vinnumarkaðarins. Samtök atvinnulífsins treysta sér ekki til að samþykkja kjarasamninga til þriggja ára, ef Icesave samningarnir verða felldir á laugardag, vegna þeirrar óvissu sem þá verði uppi í efnahagsmálum. Forysta Samtaka atvinnulífsins kom til móts við helstu kröfur forystu Alþýðusambandsins um hækkun lægstu launa og almennar launahækkanir á næstu þremur árum í gærkvöldi, og tókst þannig að koma í veg fyrir að það slitnaði upp úr viðræðunum. „Við erum síðan núna að reyna að fá svör frá ríkisstjórninni vegna þeirra athugasemda sem við höfum gert við þau drög að yfirlýsingu sem við fengum frá henni," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar á þeim nótum sem nú séu ræddir byggi algerlega á því að fjárfesting aukist meira í landinu á næstu misserum en gert sér ráð fyrir í þjóðhagsspá Hagstofunnar. „Við erum að reyna að fara atvinnuleiðina, skapa störf og minnka atvinnuleysið enn meira – ná í tekjur," segir Vilhjálmur. Þessir samningar séu mjög þungir fyrir margar atvinnugreinar. „Það þarf að tryggja að það verði örugglega allt á útopnu ef þetta á að verða. Og það er algerlega borin von að það sé hægt að fara atvinnuleiðina ef það á að skilj eina helstu útflutningsatvinnugreinina, sjávarútveginn alveg eftir," segir Vilhjálmur. Niðurstaða þurfi því að liggja fyrir um framtíð stjórn fiskveiða og eyða þurfi óvissu um mörg stór fjárfestringaverkefni í þjóðfélaginu sem ekki séu að ganga fram. „Og við þurfum líka að eyða óvissu um gjaldeyrishöftin og þróun fjármagnsmarkaðarins og skattamál fyrirtækja og ýmssra mála. Það skiptir mjög miklu máli, algerlega afgerandi máli að fjárfestingarnar komist af stað," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Ólíklegt er að takist að greiða úr öllum þessum málum fyrir helgina og því verður varla skrifað undir nýja kjarasamninga fyrr en í næstu viku. En á laugardag tekur þjóðin stóra ákvörðun í atkvæðagreiðslunni um Icesave samningana. Vilhjálmur segir gerð kjarasamninga hafa farið fram á eigin forsendum. „Það er hins vegar þannig að við höfum gengið út frá því í þessari vinnu að Icesave samningarnir verði samþykktir. Ef þeir verða ekki samþykktir þurfum við að endurmeta allar forsendurnar og þá er greinilegt að við verðum komin inn í umhverfi sem er ekki það sem við vorum að stefna að." Þannig að minnkar þá kannski vilji hjá þínum umbjóðendum að semja til langs tíma eins og þið eru að stefna að, til þriggja ára? „Ég myndi segja að viljinn sé fyrir hendi. Það skortir ekkert á viljann en það myndi skorta á getuna," segir Vilhjálmur Egilsson.
Icesave Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira