Schalke skoraði fimm mörk hjá Evrópumeisturunum á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Evrópumeistarar Internazionale eru í slæmum málum eftir 2-5 tap á heimavelli á móti Schalke í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Inter skoraði eftir 25 sekúndur og komst tvisvar yfir í leiknum en gestirnir frá Þýskalandi jöfnuðu tvisvar í fyrri hálfleiknum áður en þeir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiksins. Schalke skoraði síðan eitt mark til viðbótar eftir að Inter missti Cristian Chivu útaf með rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 1-0 eftir aðeins 25 sekúndur með ótrúlegu marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, kom þá út úr teignum og skallaði stungusendingu frá markinu. Boltinn barst alla leið fram á miðju en þar hikaði Stankovic ekki í eina sekúndu heldur tók boltann viðstöðulaust á lofti og sendi hann aftur yfir Neuer og í markið. Schalke var ekkert að leggja árar í bát heldur sótti strax á Inter-liðið og Joel Matip tókst að jafna leikinn á 17. mínútu eftir að varnarmönnum Inter mistókst að koma boltanum frá eftir horn og skalla Kyriakos Papadopoulos. Diego Milito kom Inter aftur yfir á 34. mínútu með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki á tímabilinu en Argentínumaðurinn skoraði þá af stuttu færi eftir að Esteban Cambiasso skallaði fyrirgjöf Wesley Sneijder fyrir fætur hans. Schalke náði aftur á móti að jafna aftur leikinn sjö mínútum síðar þegar Edu fylgdi á eftir eigin skoti og skoraði af harðfylgni. Julio Cesar hefði kannski átt að gera betur í marki Inter en Þjóðverjarnir voru búnir að skora tvisvar hjá honum á fyrstu 40 mínútunum. Schalke-menn voru hvergi nærri hættir og eftir tvö mörk með fjögurra mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiks voru þeir komnir í 4-2. Raul Gonzalez skoraði fyrra markið á 53. mínútu eftir sendingu Jefferson Farfán og það seinna kom á 57. mínútu og var sjálfsmark Andrea Ranocchia eftir fyrirgjöf frá José Manuel Jurado. Mark Raul var mark númer 70 hjá honum í Meistaradeildinni. Schalke var því komið í frábæra stöðu en hún varð enn betri á 62. mínútu þegar Rúmeninn Cristian Chivu fékk sitt annað gula spjald og Inter-menn voru því bæði tveimur mörkum undir og einum manni færri. José Manuel Jurado og Jefferson Farfán fengu bæði góð tækifæri til þess að skora fimmta markið áður en Edu skoraði sitt annað mark í leiknum með glæsilegu skoti frá vítateig á 75. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn