Heimir Örn: Fá norðlensku geðveikina í gang Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 18:15 Heimir Örn Árnason í leik með Akureyri. Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld. Akureyri mætir HK í oddaleik um sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla klukkan 19.30 í kvöld. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli en deildarmeistararnir voru svo flengdir í næsta leik liðanna um helgina. „Þetta var einfaldlega hörmulegt. Við mættum ekki nógu einbeittir í verkefnið og vorum ótrúlega fljótir að gefa eftir," sagði Heimir Örn um þann leik í samtali við Vísi í dag. „Við lærum af þessu, það er ekki spurning. Helsta niðurlægingin var sú að þeir börðu vel á okkur og við hörfuðum undan því sem er ólíkt okkur. Það verður ekki af þeim tekið að HK spilaði vel en við mætum dýrvitlausir í kvöld," bætti hann við. Akureyri komst í úrslit bikarsins í vetur en tapaði óvænt fyrir Val í úrslitaleiknum. Heimir segir að liði hafi spilað vel í mikilvægum leikjum í vetur, fyrir utan bikarúrslitin. „Það sem er mikilvægast er að fá þá reynslumeiri til að stíga upp og þá koma þeir yngri með. Kannski reikna einhverjir með óvæntum úrslitum í kvöld og þeir mega halda það þangað til í kvöld." „Ég hef spilað í ófáum úrslitakeppnum og yfirleitt hefur maður farið erfiðu leiðina áfram. Þetta er því ekkert nýtt fyrir mér." Hann vonast til þess að fá fulla höll á Akureyri í kvöld. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að það er stutt á milli leikja og því hefur leikurinn verið frekar lítið auglýstur. Við spilum best þegar höllin er full og ég vona að það verði tilfellið í kvöld," sagði Heimir. Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Akureyrar í vetur og segir Heimir að liðin hafi lagt mikið á sig til að stöðva þau. „Liðin verðast leggja upp með að spila langar sóknir og yfirleitt hafa þau verið skynsamari í sínum sóknarleik þegar þau mæta okkur. Við þurfum bara að vera duglegir að brjóta og fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með okkur í lið í kvöld." Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld. Akureyri mætir HK í oddaleik um sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla klukkan 19.30 í kvöld. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli en deildarmeistararnir voru svo flengdir í næsta leik liðanna um helgina. „Þetta var einfaldlega hörmulegt. Við mættum ekki nógu einbeittir í verkefnið og vorum ótrúlega fljótir að gefa eftir," sagði Heimir Örn um þann leik í samtali við Vísi í dag. „Við lærum af þessu, það er ekki spurning. Helsta niðurlægingin var sú að þeir börðu vel á okkur og við hörfuðum undan því sem er ólíkt okkur. Það verður ekki af þeim tekið að HK spilaði vel en við mætum dýrvitlausir í kvöld," bætti hann við. Akureyri komst í úrslit bikarsins í vetur en tapaði óvænt fyrir Val í úrslitaleiknum. Heimir segir að liði hafi spilað vel í mikilvægum leikjum í vetur, fyrir utan bikarúrslitin. „Það sem er mikilvægast er að fá þá reynslumeiri til að stíga upp og þá koma þeir yngri með. Kannski reikna einhverjir með óvæntum úrslitum í kvöld og þeir mega halda það þangað til í kvöld." „Ég hef spilað í ófáum úrslitakeppnum og yfirleitt hefur maður farið erfiðu leiðina áfram. Þetta er því ekkert nýtt fyrir mér." Hann vonast til þess að fá fulla höll á Akureyri í kvöld. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að það er stutt á milli leikja og því hefur leikurinn verið frekar lítið auglýstur. Við spilum best þegar höllin er full og ég vona að það verði tilfellið í kvöld," sagði Heimir. Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Akureyrar í vetur og segir Heimir að liðin hafi lagt mikið á sig til að stöðva þau. „Liðin verðast leggja upp með að spila langar sóknir og yfirleitt hafa þau verið skynsamari í sínum sóknarleik þegar þau mæta okkur. Við þurfum bara að vera duglegir að brjóta og fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með okkur í lið í kvöld."
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira