Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni Elvar Geir Magnússon í Vodafone-höllinni skrifar 13. apríl 2011 21:44 Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira