
Fjögur ár liðin frá hvarfi Madeleine

Fjölskylda Maddýjar eins og hún var kölluð, hefur nú í hyggju að gefa út bók sem ber nafn hennar og vonast þau til þess að útgáfan verði til þess að þeir sem eitthvað viti um hvarf hennar gefi sig fram.
Til stóð að gefa bókina út í síðustu viku en útgefendurnir ákváðu að fresta útgáfudeginum vegna konunglega brúðkaupsins í Bretlandi.
Rannsókn málsins í Portúgal var formlega hætt í júlí árið 2008 en einkaspæjarar á snærum fjölskyldunnar hafa haldið rannsókn málsins áfram.
Tengdar fréttir

Foreldrar Maddie vilja nýja lögreglurannsókn
Foreldrar Madeleine McCann eru að hefja undirskriftarsöfnun til að þrýsta á yfirvöld í Bretlandi og í Portúgal að skoða að nýju gögn sem snerta rannsókn á máli hennar.

Nýjar vísbendingar í hvarfi Madeleine
Verið er að rannsaka nýjar vísbendingar í máli Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem var rænt í Portúgal árið 2007.

Foreldrarnir skrifa bók um Madeleine
McCann hjónin segja að það hafi verið erfið ákvörðun fyrir þau að skrifa bókina. Eina ástæðan fyrir því að þau skuli gera það sé sú að sjóðurinn sem þau stofnuðu til þess að fjármagna áframhaldandi leit að Madeleine sé að verða uppurinn.

Enn leitað að McCann - Hún er hugsanlega í Bandaríkjunum
Portúgalska lögreglan hefur ekki enn gefið upp vonina um að finna Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007. Einkaspæjari heldur því fram að stúlkunni hafi verið smyglað til Bandaríkjanna.

Fjölmiðlafárið var of mikið fyrir mig
Sænska prinsessan Madeleine talaði í fyrsta sinn opinberlega um sambandsslitin við Jonas Bergström síðasta vor í blaðaviðtali í vikunni. Þau voru nýtrúlofuð þegar upp komst um ítrekað framhjáhald kappans, meðal annars með ungri norskri stúlku sem seldi sögu sína til slúðurblaða þar í landi.

Þróaði gögn gegn foreldrum Madeleine
Breska lögreglan hjálpaði þeirri portúgölsku að „þróa" sönnunargögn gegn foreldrum Madeleine McCann, eftir því sem kemur fram í tölvupósti frá sendiherra Bandaríkjanna í Portúgal.

Foreldrar Madeleine fá fund með breskum ráðherra
Theresa May, innanríkisráðherra, hefur ákveðið að hitta foreldra Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007. Foreldrar hafa að undanförnu lagt mikla áherslu að fá áheyrn hjá May eftir að hún tók við embætti innanríkismála í ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að May muni hitta foreldranna á næstu dögum.