Þetta hús í Póllandi sem hannað er af KWK Promes arkítektum hefur vakið mikla athygli fyrir sérstaka innkeyrslu bifreiða sem liggur í göngum undir húsið.
Nútímaleg hvít byggingin hvílir á hlöðnum veggjum úr náttúrulegu grjóti. Undir húsinu liggur svo innkeyrslan í mjög óvenjulegri útfærslu arkítektsins. Óvenjuleg og vel heppnuð útfærsla sem hefur vakið mikla athygli á þessu annars einfalda en glæsilega húsi sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni.

