Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni 19. maí 2011 12:03 Lars Von Trier ásamt leikkonunum Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr mynd þeirra, Melancholia. Neðar í fréttinni er hlekkur á blaðamannafundinn fræga. Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu. Cannes Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu.
Cannes Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein