Einar: Ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2011 17:19 Einar með aðstoðarmönnum sínum, Magnúsi Jónssyni og Guðríði Guðjónsdóttur. Mynd/Stefán Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu. „Þetta er stórt verkefni en skemmtilegt. Þetta er búið að vera í umræðunni innan okkar raða í talsverðan tíma og mér fannst þetta vera skemmtileg lausn. Við vorum sammála um það að ég myndi halda áfram með kvennaliðið ásamt því að taka karlaliðið sem er nýtt skref í þessu öllu saman," sagði Einar á blaðamannfundi í dag. „Karladeildin heillar mjög því hún var frábær í vetur og þar er skemmtilegur starfvettvangur til að vera á. Það er erfitt að sleppa höndunum af kvennaliðinu þannig að þetta var mjög góð lending," sagði Einar sem hefur gert flotta hluti með kvennaliðið en á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu. „Við erum búin að vera ansi nálægt því að vinna þann stóra undanfarin fjögur ár en engu að síður höfum við unnið tvo bikarmeistaratitla og fleiri minni titla sem er mjög góður árangur. Við erum líka að skila leikmönnum út í atvinnumennsku þannig að eitthvað vorum við að gera rétt. Menn vilja halda áfram á þeirri braut sem hefur verið stigin hér undanfarin ár," sagði Einar. „Ég er hrikalega ánægður með það fólk sem vinnur með mér, Magnús Jónsson og Guðríði Guðjónsdóttur. það verður mikil ábyrgð sem hvílir á þeim og ég gat ekki fengið betra fólk með mér í þetta en þau," sagði Einar en Magnús verður aðstoðarmaður hans hjá karlaliðinu en Guðríður aðstoðar hann áfram með kvennaliðið. „Ég þarf að marka ákveðin spor hjá karlaliðinu og sýna hvaða leið ég vil fara. Það er vinna framundan með karlaliðið en ég vil meina að sú vinna hafi hafist fyrir ári síðan. Liðið var þá í fallbaráttu og rétt hélt sér uppi á síðasta leik. Í vetur fór liðið í undanúrslit bæði á Íslandsmóti og í bikar. Það má ekki taka það af liðinu að það náði prýðilegum árangri síðasta vetur og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það. Við verðum bara að horfa fram á vegin og vinna úr þeirri stöðu sem við erum í í dag," sagði Einar. „Ég var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fyrra og hef þjálfað suma af þessum drengjum í yngri flokkum. Ég þekki liðið mjög vel og hvers konar karaktera það skipa og hver geta liðsins er. Þessi hópur er flottur og það er mikil geta í þessu liði. Þetta er ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur að taka við. Það er metnaður í þessum hóp og það er okkar að byggja ofan á þann árangur sem náðist í fyrra. Svo koma einhverjar nýjar áherslur með nýjum mönnum," sagði Einar. „Þetta mun eitthvað rekast á en miðað við hvernig Íslandsmótið spilast ættu ekki leikir að rekast á. Ef við getum farið að hugsa svo langt að bæði lið verði í úrslitakeppninni þá er þetta ansi strangt. Ég myndi sem dæmi ekki gráta yfir því vandamáli að fara með bæði liðin í Höllina," sagði Einar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu. „Þetta er stórt verkefni en skemmtilegt. Þetta er búið að vera í umræðunni innan okkar raða í talsverðan tíma og mér fannst þetta vera skemmtileg lausn. Við vorum sammála um það að ég myndi halda áfram með kvennaliðið ásamt því að taka karlaliðið sem er nýtt skref í þessu öllu saman," sagði Einar á blaðamannfundi í dag. „Karladeildin heillar mjög því hún var frábær í vetur og þar er skemmtilegur starfvettvangur til að vera á. Það er erfitt að sleppa höndunum af kvennaliðinu þannig að þetta var mjög góð lending," sagði Einar sem hefur gert flotta hluti með kvennaliðið en á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu. „Við erum búin að vera ansi nálægt því að vinna þann stóra undanfarin fjögur ár en engu að síður höfum við unnið tvo bikarmeistaratitla og fleiri minni titla sem er mjög góður árangur. Við erum líka að skila leikmönnum út í atvinnumennsku þannig að eitthvað vorum við að gera rétt. Menn vilja halda áfram á þeirri braut sem hefur verið stigin hér undanfarin ár," sagði Einar. „Ég er hrikalega ánægður með það fólk sem vinnur með mér, Magnús Jónsson og Guðríði Guðjónsdóttur. það verður mikil ábyrgð sem hvílir á þeim og ég gat ekki fengið betra fólk með mér í þetta en þau," sagði Einar en Magnús verður aðstoðarmaður hans hjá karlaliðinu en Guðríður aðstoðar hann áfram með kvennaliðið. „Ég þarf að marka ákveðin spor hjá karlaliðinu og sýna hvaða leið ég vil fara. Það er vinna framundan með karlaliðið en ég vil meina að sú vinna hafi hafist fyrir ári síðan. Liðið var þá í fallbaráttu og rétt hélt sér uppi á síðasta leik. Í vetur fór liðið í undanúrslit bæði á Íslandsmóti og í bikar. Það má ekki taka það af liðinu að það náði prýðilegum árangri síðasta vetur og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það. Við verðum bara að horfa fram á vegin og vinna úr þeirri stöðu sem við erum í í dag," sagði Einar. „Ég var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fyrra og hef þjálfað suma af þessum drengjum í yngri flokkum. Ég þekki liðið mjög vel og hvers konar karaktera það skipa og hver geta liðsins er. Þessi hópur er flottur og það er mikil geta í þessu liði. Þetta er ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur að taka við. Það er metnaður í þessum hóp og það er okkar að byggja ofan á þann árangur sem náðist í fyrra. Svo koma einhverjar nýjar áherslur með nýjum mönnum," sagði Einar. „Þetta mun eitthvað rekast á en miðað við hvernig Íslandsmótið spilast ættu ekki leikir að rekast á. Ef við getum farið að hugsa svo langt að bæði lið verði í úrslitakeppninni þá er þetta ansi strangt. Ég myndi sem dæmi ekki gráta yfir því vandamáli að fara með bæði liðin í Höllina," sagði Einar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Körfubolti