KR er komið áfram í Evrópudeild UEFA eftir afar öruggan sigur, 5-1, á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður í kvöld. KR vann rimmu liðanna 8-2 samanlagt. Yfirburðir KR-inga í leiknum voru miklir og talsverður gæðamunur á liðunum. Það mátti sjá strax í upphafi.
KR-ingar léku Færeyingana sundur og saman, óðu í færum allan leikinn og hefðu hæglega getað skorað mun fleiri mörk.
KR mætir Zilina frá Slóvakíu í næstu umferð. Það er hörkulið sem var í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Tölfræðin:
Áhorfendur: 877.
Dómari: Dag Vidar Hafsas, Noregi
Skot (á mark): 16-10 (8-2)
Varin skot: Hannes 1 – Jákup 2
Horn: 5-8
Aukaspyrnur fengnar: 18-15
Rangstöður: 4-9

