"Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir.
Félagarnir sáu talsvert af laxi í ánni, meðal annars 15-20 væna laxa í Árdalsfossi. Var sett í þrjá þeirra en enginn náðist á land. Á föstudeginum setti svo Árni í 94cm hrygnu í Árdalsfljóti, sem að sjálfsögðu var sleppt eftir hressilega viðreign. Í lok veiðitúrs voru sex laxar skráðir í veiðibók."
