Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2016 08:18 Dagana 3-6. nóvember verður haldin veiðisýning á Egilsstöðum þar sem kynntar verða nýjungar og fleira í skot og stangveiði. Það þykir kannski skrítið í fyrstu að halda veiðisýningu á Egilsstöðum en í raun ekki því í þessum landshluta er mikil veiði og líklega eini landshlutinn þar sem öll íslensk bráð veiðist. Austurland er til að mynda með einu veiðilendur hreindýra, þar eru geysilega víðfemd og öflug rjúpnasvæði ásamt því að mikið af gæs heldur sig í þessum landshluta. Þarna má finna tvær af þekktari laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá ásamt fleiri ám sem í veiðist bæði lax og silungur. "Það verður mikil fræðsla og námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna veiðimenn" segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir en hún hefur veg og vanda að þessari sýningu sem verður haldin í Valaskjálf. Að sögn Rósu er ennþá verið að leggja lokahönd á sýninguna svo það er ennþá pláss fyrir þá sem vilja komast að með sínar vörur og þjónustu. "Við endum þetta svo með glæsilegri villibráðarveislu þar sem kokkurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson galdrar fram kræsingar úr villibráð" segir Rósa að lokum. Mest lesið Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði
Dagana 3-6. nóvember verður haldin veiðisýning á Egilsstöðum þar sem kynntar verða nýjungar og fleira í skot og stangveiði. Það þykir kannski skrítið í fyrstu að halda veiðisýningu á Egilsstöðum en í raun ekki því í þessum landshluta er mikil veiði og líklega eini landshlutinn þar sem öll íslensk bráð veiðist. Austurland er til að mynda með einu veiðilendur hreindýra, þar eru geysilega víðfemd og öflug rjúpnasvæði ásamt því að mikið af gæs heldur sig í þessum landshluta. Þarna má finna tvær af þekktari laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá ásamt fleiri ám sem í veiðist bæði lax og silungur. "Það verður mikil fræðsla og námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna veiðimenn" segir Rósa Elísabet Erlendsdóttir en hún hefur veg og vanda að þessari sýningu sem verður haldin í Valaskjálf. Að sögn Rósu er ennþá verið að leggja lokahönd á sýninguna svo það er ennþá pláss fyrir þá sem vilja komast að með sínar vörur og þjónustu. "Við endum þetta svo með glæsilegri villibráðarveislu þar sem kokkurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson galdrar fram kræsingar úr villibráð" segir Rósa að lokum.
Mest lesið Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði